Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Egyptar fjölmenntu á kjörstaði í gær undir vökulu auga forsetans. Vísir/Getty Forsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. Nær ómögulegt er að Abdul Fattah al-Sisi forseta takist að tapa en trúverðugir andstæðingar forsetans hafa annaðhvort dregið framboð sín til baka eða þeim verið meinað að taka þátt. Búist er við því að niðurstöður kosninganna verði ekki kynntar fyrr en 2. apríl. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða fer önnur umferð kosninga fram 24. til 26. apríl. Það þykir hins vegar ólíklegt í ljósi afar sterkrar stöðu Sisi og þar sem frambjóðendurnir eru einungis tveir. Sisi forseti er annar frambjóðenda. Hann var áður hermaður og gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Mohameds Morsi á árunum 2012 og 2013. Í júlí 2013 fór Sisi svo fyrir valdaráni hersins og steypti Morsi og flokki hans, Bræðralagi múslima, af stóli. Bræðralagið var svo bannað og meðlimir þess teknir af lífi í hundraðatali. Í dag flokka ríkisstjórnir Bareins, Egyptalands, Rússlands, Sýrlands, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna Bræðralagið sem hryðjuverkasamtök.Abdul Fattah al-Sisi þarf að bíða í næstum viku í viðbót áður en hann getur fagnað sigri.Vísir/AFPSisi bauð sig fram til forseta 2014 gegn Hamdeen Sabahi og fékk 97 prósent atkvæða. Allar götur síðan hefur staða hans verið sterk og nýtur hann stuðnings rúmlega 500 þingmanna í forsetakosningum þessa árs. Alls eru þingmennirnir 596. Framboð Sisi kemur fæstum á óvart en spurningarmerki hafa verið sett við framboð andstæðingsins, Moussa Mustafa Moussa. Sá bauð sig fram á síðustu stundu eftir að hafa safnað undirskriftum fyrir framboð Sisi. Moussa nýtur stuðnings Ghad-flokksins, sem á engin sæti á egypska þinginu, og nokkurra ættbálkahöfðingja. Þegar einkarekna sjónvarpsstöðin CBC spurði Moussa í febrúar um hvort hann vildi sjónvarpskappræður svaraði frambjóðandinn: „Ég er raunsær maður. Ég veit að kappræður yrðu tilgangslausar fyrir mig. Ég hef engin afrek unnið.“ Ríkismiðlar og aðrir fjölmiðlar, hliðhollir Sisi, hafa veitt framboði Moussa mikla athygli og fjallað um það líkt og um venjulegt, alvarlegt forsetaframboð sé að ræða. Hins vegar hafa stjórnarandstæðingar, bæði úr hinu bannaða Bræðralagi múslima sem og aktívistar og stjórnarandstæðingar á samfélagsmiðlum, haldið því fram að Moussa sé í raun leiksoppur Sisi. Hann sé einungis í framboði til að láta kosningarnar líta trúverðuglega út.Sá trúverðugleiki hefur einna helst verið dreginn í efa í ljósi þess að helstu andstæðingar Sisi hafa ekki fengið að bjóða sig fram. Mannréttindabaráttumaðurinn og lögfræðingurinn Khaled Ali þurfti að draga framboð sitt til baka í janúar vegna meintra brota við söfnun undirskrifta. Þá hafa yfirvöld höfðað mál gegn Ali og er hann sakaður um óspektir og „dónalegar handabendingar“ þegar hann fagnaði sigri í máli sem hann vann fyrir dómstólum og snerist um að ekki ætti að afhenda Sádi-Arabíu tvær eyjar í Rauðahafi. Hefur Ali sagt málið pólitísks eðlis, hann hafi einungis verið ákærður eftir að hann tilkynnti um framboð sitt. Verði hann sakfelldur mun hann ekki geta boðið sig fram aftur. Annar stjórnarandstæðingur, sem þótti líklegur til afreka, er fyrrverandi starfsmannastjóri hersins, Sami Anan. Eftir að hann tilkynnti um framboð sitt var hann handtekinn, sakaður um að hafa brotið reglur hersins með því að fá ekki samþykki hersins fyrir framboði sínu. Og listinn er ekki tæmdur. Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í nóvember. Hann dró það hins vegar til baka eftir að hafa, samkvæmt stjórnarandstöðumiðlum, verið haldið gegn vilja sínum í hótelherbergi í Kaíró í mánuð. Fjórði frambjóðandinn sem þótti líklegur til afreka, Al-Sayed al-Badawi, formaður hins frjálslynda Al-Wafd-flokks, tilkynnti um framboð sitt á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar meinaði flokkur hans honum að fara í framboð á þeim grundvelli að það myndi skaða orðspor flokksins. Vegna þess að stjórnarandstæðingar hafa ekki fengið að bjóða sig fram og vegna alvarlegra takmarkana á fjölmiðlafrelsi hefur verið hvatt til sniðgöngu á kosningunum. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðishreyfingin, fjöldi mannréttindabaráttusamtaka og hið bannaða Bræðralag múslima eru á meðal þeirra sem ætla að sniðganga forsetakosningarnar. Þá hafa fyrrverandi forsetaframbjóðendur og þekktir stjórnarandstæðingar hvatt sem flesta til að mæta ekki á kjörstað. Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Forsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. Nær ómögulegt er að Abdul Fattah al-Sisi forseta takist að tapa en trúverðugir andstæðingar forsetans hafa annaðhvort dregið framboð sín til baka eða þeim verið meinað að taka þátt. Búist er við því að niðurstöður kosninganna verði ekki kynntar fyrr en 2. apríl. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða fer önnur umferð kosninga fram 24. til 26. apríl. Það þykir hins vegar ólíklegt í ljósi afar sterkrar stöðu Sisi og þar sem frambjóðendurnir eru einungis tveir. Sisi forseti er annar frambjóðenda. Hann var áður hermaður og gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Mohameds Morsi á árunum 2012 og 2013. Í júlí 2013 fór Sisi svo fyrir valdaráni hersins og steypti Morsi og flokki hans, Bræðralagi múslima, af stóli. Bræðralagið var svo bannað og meðlimir þess teknir af lífi í hundraðatali. Í dag flokka ríkisstjórnir Bareins, Egyptalands, Rússlands, Sýrlands, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna Bræðralagið sem hryðjuverkasamtök.Abdul Fattah al-Sisi þarf að bíða í næstum viku í viðbót áður en hann getur fagnað sigri.Vísir/AFPSisi bauð sig fram til forseta 2014 gegn Hamdeen Sabahi og fékk 97 prósent atkvæða. Allar götur síðan hefur staða hans verið sterk og nýtur hann stuðnings rúmlega 500 þingmanna í forsetakosningum þessa árs. Alls eru þingmennirnir 596. Framboð Sisi kemur fæstum á óvart en spurningarmerki hafa verið sett við framboð andstæðingsins, Moussa Mustafa Moussa. Sá bauð sig fram á síðustu stundu eftir að hafa safnað undirskriftum fyrir framboð Sisi. Moussa nýtur stuðnings Ghad-flokksins, sem á engin sæti á egypska þinginu, og nokkurra ættbálkahöfðingja. Þegar einkarekna sjónvarpsstöðin CBC spurði Moussa í febrúar um hvort hann vildi sjónvarpskappræður svaraði frambjóðandinn: „Ég er raunsær maður. Ég veit að kappræður yrðu tilgangslausar fyrir mig. Ég hef engin afrek unnið.“ Ríkismiðlar og aðrir fjölmiðlar, hliðhollir Sisi, hafa veitt framboði Moussa mikla athygli og fjallað um það líkt og um venjulegt, alvarlegt forsetaframboð sé að ræða. Hins vegar hafa stjórnarandstæðingar, bæði úr hinu bannaða Bræðralagi múslima sem og aktívistar og stjórnarandstæðingar á samfélagsmiðlum, haldið því fram að Moussa sé í raun leiksoppur Sisi. Hann sé einungis í framboði til að láta kosningarnar líta trúverðuglega út.Sá trúverðugleiki hefur einna helst verið dreginn í efa í ljósi þess að helstu andstæðingar Sisi hafa ekki fengið að bjóða sig fram. Mannréttindabaráttumaðurinn og lögfræðingurinn Khaled Ali þurfti að draga framboð sitt til baka í janúar vegna meintra brota við söfnun undirskrifta. Þá hafa yfirvöld höfðað mál gegn Ali og er hann sakaður um óspektir og „dónalegar handabendingar“ þegar hann fagnaði sigri í máli sem hann vann fyrir dómstólum og snerist um að ekki ætti að afhenda Sádi-Arabíu tvær eyjar í Rauðahafi. Hefur Ali sagt málið pólitísks eðlis, hann hafi einungis verið ákærður eftir að hann tilkynnti um framboð sitt. Verði hann sakfelldur mun hann ekki geta boðið sig fram aftur. Annar stjórnarandstæðingur, sem þótti líklegur til afreka, er fyrrverandi starfsmannastjóri hersins, Sami Anan. Eftir að hann tilkynnti um framboð sitt var hann handtekinn, sakaður um að hafa brotið reglur hersins með því að fá ekki samþykki hersins fyrir framboði sínu. Og listinn er ekki tæmdur. Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í nóvember. Hann dró það hins vegar til baka eftir að hafa, samkvæmt stjórnarandstöðumiðlum, verið haldið gegn vilja sínum í hótelherbergi í Kaíró í mánuð. Fjórði frambjóðandinn sem þótti líklegur til afreka, Al-Sayed al-Badawi, formaður hins frjálslynda Al-Wafd-flokks, tilkynnti um framboð sitt á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar meinaði flokkur hans honum að fara í framboð á þeim grundvelli að það myndi skaða orðspor flokksins. Vegna þess að stjórnarandstæðingar hafa ekki fengið að bjóða sig fram og vegna alvarlegra takmarkana á fjölmiðlafrelsi hefur verið hvatt til sniðgöngu á kosningunum. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðishreyfingin, fjöldi mannréttindabaráttusamtaka og hið bannaða Bræðralag múslima eru á meðal þeirra sem ætla að sniðganga forsetakosningarnar. Þá hafa fyrrverandi forsetaframbjóðendur og þekktir stjórnarandstæðingar hvatt sem flesta til að mæta ekki á kjörstað.
Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira