Enn einn draugurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun