Fótbolti

Sigurganga Þjóðverja loks á enda | Nígería tapaði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í Berlín í kvöld.
Úr leik liðanna í Berlín í kvöld. vísir/afp
Nígería, mótherjar Íslands á HM í Rússlandi í sumar, töpuðu 2-0 gegn Serbíu í vináttulandsleik en leikið var á Englandi í kvöld. Leikmaður Fulham gerði bæði mörkin.

Markalaust var í hálfleik en Aleksandar Mitrovic kom Serbíu yfir á 68. mínútu. Þrettán mínútum síðar tvöaldaði hann forystuna og lokatölur 2-0. Nígería spilar þrjá leiki í viðbót áður en þeir mæta á HM; gegn Kongó, Englandi og Tékklandi.

England og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli á Wembley. Jamie Vardy kom Englandi yfir í fyrri hálfleik en Lorenzo Insigne jafnaði metin af vítapunktinum eftir Deniz Aytekin, dómari leiksins, dæmdi víti eftir myndbandsupptöku. Sitt sýnist hverjum með það.

Sigurganga Þjóðverja batt loks enda í kvöld er liðið tapaði 1-0 fyrir Brasilíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Gabriel Jesus skoraði eina mark leiksins á 37. Mínútu en fyrir leikinn höfðu Þjóðverjar unnið 22 leiki í röð.

Danir gerðu markalaust jafntefli við Síle í Álaborg og Svíar töpuðu gegn Rúmeníu 1-0. Sviss rúllaði yfir Panama, 6-0, og Frakkar gerðu þrjú mörk gegn einu marki Rússa svo eitthvað sé nefnt en fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Paul Pogba skoraði eitt af mörkum Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×