BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Sergei Skrípal í dómsal í Moskvu árið 2006. Vísir/AFP Umfangsmestu brottvísanir rússneskra erindreka í sögunni hafa ekki farið vel í yfirvöld í Rússlandi. Alls var tilkynnt um að rúmlega hundrað erindrekum, sem margir hverjir eru taldir njósnarar, yrði vísað úr rúmlega tuttugu ríkjum. Voru þær ákvarðanir teknar vegna árásarinnar á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í Salisbury á Bretlandi fyrr í mars. Bretar og bandamenn þeirra halda því fram að Rússar beri ábyrgð á árásinni en Skrípal var dæmdur í fangelsi í heimalandinu árið 2006 fyrir njósnir. Þessu hafa Rússar þó neitað staðfastlega. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði í gær að Bandaríkin hefðu kúgað bandamenn sína til þess að taka þátt í brottvísununum. Fá sjálfstæð ríki væru eftir í Evrópu.„Þegar ríki vísar einum eða tveimur erindrekum úr landi, og biður okkur afsökunar í laumi á meðan, vitum við fyrir víst að ákvörðunin var tekin vegna gríðarlegs þrýstings, gríðarlegrar kúgunar. Það eru því miður helstu verkfæri bandarískra stjórnvalda,“ sagði Lavrov. Utanríkisráðherrann sagði aukinheldur óumflýjanlegt að Rússar myndu svara fyrir sig. Hefur Lavrov verið sagður sitja við teikniborðið til þess að teikna upp mögulegar mótvægisaðgerðir fyrir Vladímír Pútín forseta að samþykkja. Ekki er víst hverjar þær mótvægisaðgerðir verða. Vladímír Dzhabarov öldungadeildarþingmaður sagði þó í gær að Rússar myndu svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt. Bandaríkin ákváðu að vísa samtals sextíu Rússum úr landi. Sé horft til þess að Bretar vísuðu 23 Rússum úr landi og þess að Rússar vísuðu 23 Bretum úr landi á móti má búast við því að Rússar svari öllum ríkjunum í sömu mynt. Þá vakti tíst rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum mikla athygli. Spurði þar sendiráðið, í ljósi þess að Bandaríkin hafa fyrirskipað lokun ræðisskrifstofu Rússa í Seattle, hvaða ræðisskrifstofu Bandaríkjamanna Rússar ættu að loka. Valið stóð á milli Vladívostok, Katrínarborgar og Sankti Pétursborgar og fékk síðastnefnda borgin flest atkvæði, eða 47 prósent. Rússneskir stjórnmálamenn eru þó ekki þeir einu sem reiddust bandamönnum Breta. Stærstu rússnesku fjölmiðlarnir tóku, líkt og venjulega, undir með stjórnvöldum að öllu leyti. „Þau segja að þetta sé vegna Skrípal-málsins jafnvel þótt Moskva sé enn að bíða eftir því að aðkoma Rússa sé sönnuð,“ kom fram á NTV. „Þetta lítur ekki út eins og stríð heldur krossför gegn Rússlandi,“ sagði einn viðmælenda Stöðvar 1. Þar voru viðmælendur sammála um að Bandaríkjamenn og Bretar færu fyrir skipulagðri herferð gegn Rússum. Á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 heyrðist einn viðmælenda segja: „Þetta minnir mig á málverk eftir Breughel. Blindur leiðir blindan. Eitt ríki í Evrópu dregur hin niður í svaðið með sér.“ Sömu sögu var að segja af stærstu miðlum Rússa á enskri tungu. Tóku bæði RT og Sputnik, miðlar sem hafa verið kallaðir hluti áróðursvélar Pútíns, undir með stjórnvöldum. Fjallaði RT um ákvörðun Bandaríkjamanna um að vísa erindrekum Rússa í höfuðstöðvum SÞ í New York úr landi. Var það gert undir fyrirsögninni „Reyndu Bandaríkjamenn yfirhöfuð eitthvað að réttlæta brottvísun Rússa hjá SÞ? „Of viðkvæmt“ til að tjá sig, segja SÞ“ Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Umfangsmestu brottvísanir rússneskra erindreka í sögunni hafa ekki farið vel í yfirvöld í Rússlandi. Alls var tilkynnt um að rúmlega hundrað erindrekum, sem margir hverjir eru taldir njósnarar, yrði vísað úr rúmlega tuttugu ríkjum. Voru þær ákvarðanir teknar vegna árásarinnar á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í Salisbury á Bretlandi fyrr í mars. Bretar og bandamenn þeirra halda því fram að Rússar beri ábyrgð á árásinni en Skrípal var dæmdur í fangelsi í heimalandinu árið 2006 fyrir njósnir. Þessu hafa Rússar þó neitað staðfastlega. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði í gær að Bandaríkin hefðu kúgað bandamenn sína til þess að taka þátt í brottvísununum. Fá sjálfstæð ríki væru eftir í Evrópu.„Þegar ríki vísar einum eða tveimur erindrekum úr landi, og biður okkur afsökunar í laumi á meðan, vitum við fyrir víst að ákvörðunin var tekin vegna gríðarlegs þrýstings, gríðarlegrar kúgunar. Það eru því miður helstu verkfæri bandarískra stjórnvalda,“ sagði Lavrov. Utanríkisráðherrann sagði aukinheldur óumflýjanlegt að Rússar myndu svara fyrir sig. Hefur Lavrov verið sagður sitja við teikniborðið til þess að teikna upp mögulegar mótvægisaðgerðir fyrir Vladímír Pútín forseta að samþykkja. Ekki er víst hverjar þær mótvægisaðgerðir verða. Vladímír Dzhabarov öldungadeildarþingmaður sagði þó í gær að Rússar myndu svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt. Bandaríkin ákváðu að vísa samtals sextíu Rússum úr landi. Sé horft til þess að Bretar vísuðu 23 Rússum úr landi og þess að Rússar vísuðu 23 Bretum úr landi á móti má búast við því að Rússar svari öllum ríkjunum í sömu mynt. Þá vakti tíst rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum mikla athygli. Spurði þar sendiráðið, í ljósi þess að Bandaríkin hafa fyrirskipað lokun ræðisskrifstofu Rússa í Seattle, hvaða ræðisskrifstofu Bandaríkjamanna Rússar ættu að loka. Valið stóð á milli Vladívostok, Katrínarborgar og Sankti Pétursborgar og fékk síðastnefnda borgin flest atkvæði, eða 47 prósent. Rússneskir stjórnmálamenn eru þó ekki þeir einu sem reiddust bandamönnum Breta. Stærstu rússnesku fjölmiðlarnir tóku, líkt og venjulega, undir með stjórnvöldum að öllu leyti. „Þau segja að þetta sé vegna Skrípal-málsins jafnvel þótt Moskva sé enn að bíða eftir því að aðkoma Rússa sé sönnuð,“ kom fram á NTV. „Þetta lítur ekki út eins og stríð heldur krossför gegn Rússlandi,“ sagði einn viðmælenda Stöðvar 1. Þar voru viðmælendur sammála um að Bandaríkjamenn og Bretar færu fyrir skipulagðri herferð gegn Rússum. Á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 heyrðist einn viðmælenda segja: „Þetta minnir mig á málverk eftir Breughel. Blindur leiðir blindan. Eitt ríki í Evrópu dregur hin niður í svaðið með sér.“ Sömu sögu var að segja af stærstu miðlum Rússa á enskri tungu. Tóku bæði RT og Sputnik, miðlar sem hafa verið kallaðir hluti áróðursvélar Pútíns, undir með stjórnvöldum. Fjallaði RT um ákvörðun Bandaríkjamanna um að vísa erindrekum Rússa í höfuðstöðvum SÞ í New York úr landi. Var það gert undir fyrirsögninni „Reyndu Bandaríkjamenn yfirhöfuð eitthvað að réttlæta brottvísun Rússa hjá SÞ? „Of viðkvæmt“ til að tjá sig, segja SÞ“
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30