Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:40 Tröllaukinn spegill JWST. Búið er að framleiða alla hluta sjónaukans en eftir á að setja þá alla saman og prófa. Vísir/AFP Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11