Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:40 Tröllaukinn spegill JWST. Búið er að framleiða alla hluta sjónaukans en eftir á að setja þá alla saman og prófa. Vísir/AFP Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11