„Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:47 Bílalest myndaðist vegna slyssins í dag. mynd: Jóna Fanney Friðriksdóttir Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33
Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29