Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Fréttablaðið/Pjetur Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira