Annað hljóð í bandaríska strokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 06:28 Theresa May heimsótti Donald Trump í Hvíta húsið í upphafi síðasta árs. Hér má sjá þau með brjóstmynd af hinum breska Winston Churchill. Vísir/AFp Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum. Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum.
Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00