Verkís og Arkís arkitektar hönnuðu byggingu ársins í Noregi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 11:41 Sundhöllin er hönnuð af Verkís og Arkís arkitektum. mynd/verkís Verkfræðistofan Verkís og arkitektastofan Arkís arkitektar hönnuðu sundhöllina Holmen í Asker í Noregi sem í gær var valið hús ársins 2017 þar í landi. Verkís var heildarráðgjafi verkefnisins en Arkís sá um alla arkitektahönnun hússins. Var verkefninu svo stýrt af OP-Verkis í Osló. Að því er segir í frétt á vef Verkís var sundhöllin opnuð síðastliðið sumar og hefur hún vakið mikla athygli. Bærinn Asker var byggjandi hallarinnar og lagði til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum í bænum sem er við ströndina. Hátt í helmingur orkunnar sem notuð er við rekstur sundhallarinnar er aflað á lóð hennar sem gerir þessa tilteknu sundhöll því að einni orkuhagkvæmustu sundhöll í Noregi. Til þess að afla orkunnar eru notaðar varmadælur sem sækja orku úr 15 borholum á lóðinni sem eru 220 metra djúpaar auk sólarrafhlaðna og sólarfangara.Sundhöllin var valin bygging ársins 2017 í Noregi. Hún er í bænum Asker.mynd/verkís„Arkitektúr hússins byggir á þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Þak hússins er til dæmis aðgengilegt og formað sem hallandi grasflötur mót suðri og fangar fallegt útsýni fjarðarins. Auk arkitektahönnunar sáu Arkís um landslagshönnun og önnuðust umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Arkitektúr hússins hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi. Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana, hönnun allra verkfræðilegra þátta, hönnun gatnakerfis, jarðtækni, gerð útboðsgagna, ráðgjöf á framkvæmdartíma og gerð rekstrarhandbókar,“ segir í frétt um málið á vef Verkís. Tíska og hönnun Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Verkfræðistofan Verkís og arkitektastofan Arkís arkitektar hönnuðu sundhöllina Holmen í Asker í Noregi sem í gær var valið hús ársins 2017 þar í landi. Verkís var heildarráðgjafi verkefnisins en Arkís sá um alla arkitektahönnun hússins. Var verkefninu svo stýrt af OP-Verkis í Osló. Að því er segir í frétt á vef Verkís var sundhöllin opnuð síðastliðið sumar og hefur hún vakið mikla athygli. Bærinn Asker var byggjandi hallarinnar og lagði til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum í bænum sem er við ströndina. Hátt í helmingur orkunnar sem notuð er við rekstur sundhallarinnar er aflað á lóð hennar sem gerir þessa tilteknu sundhöll því að einni orkuhagkvæmustu sundhöll í Noregi. Til þess að afla orkunnar eru notaðar varmadælur sem sækja orku úr 15 borholum á lóðinni sem eru 220 metra djúpaar auk sólarrafhlaðna og sólarfangara.Sundhöllin var valin bygging ársins 2017 í Noregi. Hún er í bænum Asker.mynd/verkís„Arkitektúr hússins byggir á þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Þak hússins er til dæmis aðgengilegt og formað sem hallandi grasflötur mót suðri og fangar fallegt útsýni fjarðarins. Auk arkitektahönnunar sáu Arkís um landslagshönnun og önnuðust umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Arkitektúr hússins hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi. Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana, hönnun allra verkfræðilegra þátta, hönnun gatnakerfis, jarðtækni, gerð útboðsgagna, ráðgjöf á framkvæmdartíma og gerð rekstrarhandbókar,“ segir í frétt um málið á vef Verkís.
Tíska og hönnun Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira