Enn rífst Trump og skammast á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2018 21:30 Trump er allt annað en sáttur með rannsókninna á möguleg afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Trump segir rannsóknina vera „ósanngjarna“ og aðallega mannaða demókrötum og stuðningsmönnum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í kosningunum 2016. Lét Trump vaða á Twitter fyrr í dag og í gær og segir í frétt BBC að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump nafngreinir Mueller þegar hann gagnrýnir rannsóknina, líkt og hann hefur oft gert, yfirleitt á Twitter. „Af hverju er Mueller-teymið með þrettán reynda demókrata, sumir af þeim miklir stuðningsmenn Spilltu Hillary en enga repúblikana? Nýbúið að bæta við demókrata...finnst einhverjum þetta sanngjarnt? Samt sem áður var EKKERT LEYNIMAKK!“ skrifaði Trump á Twitter.Why does the Mueller team have 13 hardened Democrats, some big Crooked Hillary supporters, and Zero Republicans? Another Dem recently added...does anyone think this is fair? And yet, there is NO COLLUSION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Yfirmaðurinn er samflokksmaður Trump Benda flestir fjölmiðlar ytra á þá staðreynd að yfirmaður rannsóknarinnar, Mueller sjálfur, sé repúblikani. Í frétt Washington Post segir að þrettán af sautján meðlimum teymis Mueller hafi á einhverjum tímapunkti verið skráðir í Demókrataflokkinn, hinir fjórir hafa ekki verið skráðir í flokk eða ekki var hægt að finna upplýsingar sem bentu til slíks.Níu af þessum sautján hafa stutt Demókrataflokkinn fjárhagslega, samtals um 57 þúsund dollara, en meirihluti þess fjármagns kom úr vasa eins af meðlimum teymis Mueller, en sá hinn sami studdi einnig repúblikana fjárhagslega. Sex af þeim lögðu fram fjárframlög til stuðnings Hillary Clinton í kosningunum 2016.Trump hefur eindregið verið varaður við því af lögmönnum sínum að gagnrýna Mueller sjálfan opinberlega og hefur að mestu leyti haldið sig við þær ráðleggingar, þangað til í gær.„Mueller rannsóknin hefði aldrei átt að fara af stað þar sem það var ekkert samráð og engir stríðsglæpir,“ skrifaði Trump. „Rannsóknin var byggð á sviksamlegu athæfi og gerviskýrslu sem Spillta Hillary og landsnefnd Demókrata greiddi fyrir og ósæmilega notuð fyrir dómstólum til að fá heimild til að fylgast með framboði mínu. NORNAVEIÐAR!“The Mueller probe should never have been started in that there was no collusion and there was no crime. It was based on fraudulent activities and a Fake Dossier paid for by Crooked Hillary and the DNC, and improperly used in FISA COURT for surveillance of my campaign. WITCH HUNT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Tíst Trump kom í kjölfar þess að John Dowd, lögmaður Donald Trump, kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvi rannsókn, á þeim grundvelli að hún væri gölluð og spillt af pólitískum sjónarmiðum. Fyrr í dag skammaðist Trump einnig yfir James Comey og Andrew McCabe, fyrrum yfirmönnum FBI, sem báðir voru reknir, sá síðarnefndi í síðustu viku. Hefur hann afhent rannsakendum minnisblöð frá fundum hans með Trump. Þá er væntanleg endurminningabók frá Comey þar sem fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni greina frá samskiptum sínum við Trump. Tísti Trump um að hann hefði aldrei séð þá félaga taka niður glósur á fundum þeirra og efaðist hann því um tilvist minnisblaða þeirra félaga. Í frétt Washington Post er haft eftir nokkrum samflokksmönnum Trump að ætli hann sér að reka Mueller muni árið 2018 reynast mjög erfitt fyrir Trump. „Ef hann myndi reyna að gera það þá yrði það upphafið að endalokum forsetatíðar hans. Við erum þjóð þar sem lögin gilda,“ sagði Lindsay Graham, einn áhrifamesti þingmaður repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Trump segir rannsóknina vera „ósanngjarna“ og aðallega mannaða demókrötum og stuðningsmönnum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í kosningunum 2016. Lét Trump vaða á Twitter fyrr í dag og í gær og segir í frétt BBC að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump nafngreinir Mueller þegar hann gagnrýnir rannsóknina, líkt og hann hefur oft gert, yfirleitt á Twitter. „Af hverju er Mueller-teymið með þrettán reynda demókrata, sumir af þeim miklir stuðningsmenn Spilltu Hillary en enga repúblikana? Nýbúið að bæta við demókrata...finnst einhverjum þetta sanngjarnt? Samt sem áður var EKKERT LEYNIMAKK!“ skrifaði Trump á Twitter.Why does the Mueller team have 13 hardened Democrats, some big Crooked Hillary supporters, and Zero Republicans? Another Dem recently added...does anyone think this is fair? And yet, there is NO COLLUSION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Yfirmaðurinn er samflokksmaður Trump Benda flestir fjölmiðlar ytra á þá staðreynd að yfirmaður rannsóknarinnar, Mueller sjálfur, sé repúblikani. Í frétt Washington Post segir að þrettán af sautján meðlimum teymis Mueller hafi á einhverjum tímapunkti verið skráðir í Demókrataflokkinn, hinir fjórir hafa ekki verið skráðir í flokk eða ekki var hægt að finna upplýsingar sem bentu til slíks.Níu af þessum sautján hafa stutt Demókrataflokkinn fjárhagslega, samtals um 57 þúsund dollara, en meirihluti þess fjármagns kom úr vasa eins af meðlimum teymis Mueller, en sá hinn sami studdi einnig repúblikana fjárhagslega. Sex af þeim lögðu fram fjárframlög til stuðnings Hillary Clinton í kosningunum 2016.Trump hefur eindregið verið varaður við því af lögmönnum sínum að gagnrýna Mueller sjálfan opinberlega og hefur að mestu leyti haldið sig við þær ráðleggingar, þangað til í gær.„Mueller rannsóknin hefði aldrei átt að fara af stað þar sem það var ekkert samráð og engir stríðsglæpir,“ skrifaði Trump. „Rannsóknin var byggð á sviksamlegu athæfi og gerviskýrslu sem Spillta Hillary og landsnefnd Demókrata greiddi fyrir og ósæmilega notuð fyrir dómstólum til að fá heimild til að fylgast með framboði mínu. NORNAVEIÐAR!“The Mueller probe should never have been started in that there was no collusion and there was no crime. It was based on fraudulent activities and a Fake Dossier paid for by Crooked Hillary and the DNC, and improperly used in FISA COURT for surveillance of my campaign. WITCH HUNT!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018 Tíst Trump kom í kjölfar þess að John Dowd, lögmaður Donald Trump, kallaði eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvi rannsókn, á þeim grundvelli að hún væri gölluð og spillt af pólitískum sjónarmiðum. Fyrr í dag skammaðist Trump einnig yfir James Comey og Andrew McCabe, fyrrum yfirmönnum FBI, sem báðir voru reknir, sá síðarnefndi í síðustu viku. Hefur hann afhent rannsakendum minnisblöð frá fundum hans með Trump. Þá er væntanleg endurminningabók frá Comey þar sem fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni greina frá samskiptum sínum við Trump. Tísti Trump um að hann hefði aldrei séð þá félaga taka niður glósur á fundum þeirra og efaðist hann því um tilvist minnisblaða þeirra félaga. Í frétt Washington Post er haft eftir nokkrum samflokksmönnum Trump að ætli hann sér að reka Mueller muni árið 2018 reynast mjög erfitt fyrir Trump. „Ef hann myndi reyna að gera það þá yrði það upphafið að endalokum forsetatíðar hans. Við erum þjóð þar sem lögin gilda,“ sagði Lindsay Graham, einn áhrifamesti þingmaður repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15