Umskurður drengja Þráinn Rósmundsson skrifar 1. mars 2018 11:30 Lagafrumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur ásamt 8 öðrum þingmönnum um bann við umskurði drengja hefur vakið talsverð viðbrögð í samfélaginu. Þessi hugmynd að banna umskurð á drengjum er samt ekki alveg ný. Á árinu 2013 hafði ungur maður samband við umboðsmann barna hér á landi og krafðist svara um hvort forráðamaður barns gæti ákveðið, án samráðs við þolanda, að láta fjarlægja heilbrigðan líkamshluta skjólstæðings síns eins og t.d forhúðina. Í framhaldi af þessu hófst umræða og síðan samstarf milli umboðsmanna barna á Norðurlöndum. Hinn 30. sept. 2013 kom út sameiginleg yfirlýsing undirrituð af umboðsmönnum barna allra Norðurlanda ásamt leiðandi barnalæknum, barnaskurðlæknum og barnahjúkrunarfræðingum þessara landa. Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans, sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum- og hefðbundnum siðum sem skaðað geti heilsu þeirra. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að vernda beri hagsmuni barnsins, sem alltaf hljóti að standa framar rétti foreldranna til að framkvæma trúarlegar- eða hefðbundnar aðgerðir á börnum sínum. Sú sjálfsagða krafa er sett fram að börn (drengir) þurfi ekki að gangast undir neinar aðgerðir eins og t.d. umskurð sem samræmist trú foreldranna fyrr en þeir sjálfir eru til þess bærir lagalega að ákveða það. Umskurður er ævaforn aðgerð þar sem forhúðin í heild er fjarlægð. Það er ekki svo að fjarlægður sé aðeins fremsti hluti forhúðarinnar eins og komið hefur fram í umræðunni undanfarið. Forhúðin hefur það hlutverk að vernda reðurhöfuðið. Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda (receptora) í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu. Til eru heimildir frá forn Egyptum sem framkvæmdu umskurði líklegast vegna sýkinga undir forhúðinni. Þessar heimildir eru mun eldri en Abraham, sem samkvæmt Biblíunni er upphafsmaður umskurðar hjá Gyðingum (1800 f.kr.) Eldri sonur Abrahams, Ismail er talinn ættfaðir Araba, en með honum er þessi siður talinn hafa borist til Araba, síðar Múslima. Ekki er getið um umskurði í trúarriti Múslima, Kóraninum. Páll postuli taldi umskurð ónauðsynlegan, þess vegna er umskurður ekki trúarlegt atriði í kristni. Seinni tíma skýringar á tilurð þessarar aðgerðar eru að þessar þjóðir lifðu á eyðimerkursvæði. Fáklæddir drengir að leik fengu auðveldlega t.d. sandkorn undir forhúðina sem olli sýkingu þar. Engin sýklalyf voru til og varla hreint vatn. Menn neyddust því til að losa um forhúðina með skurði til að hreinsa sýkinguna. Smám saman þróaðist þetta yfir í að forhúðin var fjarlægð í heild og smám saman var farið að gera aðgerðina í fyrirbyggjandi tilgangi. Engar svæfingar eða deyfingar voru til þannig að auðveldast var að gera þetta á börnunum sem allra minnstum t.d. 8 daga gömlum (hjá Gyðingum) eða nokkurra ára (hjá Múslimum). Þaggað var niður í mótmælum mæðranna með því að setja þetta inn í trúarbrögðin sem öllu réðu. Á vesturlöndum var umskurður sjaldgæfur fram undir 1870. Þá komu fram kenningar í Bandaríkunum um mikinn heilsufarslegan ávinning af umskurði. Aðgerðin átti að lækna undirmigu, flogaveiki, geðveiki af ýmsu tagi, getuleysi og hindra sjálfsfróun svo eitthvað sé nefnt. Þó svo að ekkert af þessu stæðist náði þessi siður mikilli útbreiðslu þarlendis. Í Bandaríkjunum eru 50 – 70% karlmanna umskornir en undir 10% í Evrópu. Í öllum vestrænum ríkjum, þar með talið Bandaríkjunum, hefur tíðni umskurðar farið lækkandi síðustu áratugina. Aðferð þeirra sem berjast fyrir umskurði hefur að mestu snúist um að reyna að finna læknisfræðilegar ástæður fyrir aðgerðinni. Árið 2012 kom út grein frá Bandaríska barnalæknafélaginu þar sem fullyrt var að svo mikill heilsufarslegur ávinningur væri af umskurði nýfæddra drengja að greiða ætti fyrir aðgerðina af skattfé (Umskurður er algengasta aðgerð sem gerð er í Bandaríkjunum). Þessum fullyrðingum var svarað í grein 40 vestur-evrópskra lækna 2013 þar sem öll rök um heilsufarslegan ávinning voru hrakin. Að auki var bent á að aukakvillar sem fylgt geta aðgerðinni, jafnvel þó hún sé gerð við bestu aðstæður, væru umtalsverðar (2-7%). Aukakvillarnir geta verið blæðingar, sýkingar, örmyndun á aðgerðarsvæðinu og þrenging á þvagrásaropi. Þá hefur því verið lýst að hluti reðurhöfuðs sé fjarlægt og að of mikil húð sé tekin sem leitt getur til verkjavandamála síðar t.d. við kynmök. Í vísindagrein frá Bandaríkjunum frá 2010 kemur fram að yfir 100 drengir deyja árlega eftir umskurði, jafnvel þó aðgerðin hafi verið gerð við bestu aðstæður. Dánarorsök er oftast blæðing eða sýking. Þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sálarkvöl umskorinna drengja sem alast upp í samfélagi óumskorinna. Að lokum skal bent á að stór hluti umskurða í trúarlegum tilgangi er gerður án deyfingar eða svæfingar. Óþarft ætti að vera að taka fram að aðgerðin er ákaflega sársaukafull og allt tal um að börn nokkurra daga gömul finni ekki til er tómur uppspuni. Þær líflegu umræður sem lagafrumvarpið hefur vakið í fjölmiðlum og á netinu er til merkis um að landsmönnum er ekki sama hvernig farið er með ungbörn í landinu. Það að stór hluti læknastéttarinnar og annarra heilbrigðisstétta skrifar undir stuðningsyfirlýsingu við frumvarpið, jafnvel þó undirskriftasöfnunin sé einungis á fésbókinni, sýnir glögglega hug þessa fólks til málsins. Þá má geta þess að hafin er undirskriftasöfnun meðal almennings í Danmörku um að banna umskurði drengja undir 18 ára aldri, en þá getur einstaklingurinn ákveðið sjálfur hvað hann vill. Mestur virðist ágreiningurinn vera um refsirammann, en 6 ára fangelsisvist er langur tími. Hörðum mótmælum erlendis frá var við að búast. Það hefur jafnan gerst ef hreyft hefur verið við þessu máli.Höfundur er barnaskurðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Lagafrumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur ásamt 8 öðrum þingmönnum um bann við umskurði drengja hefur vakið talsverð viðbrögð í samfélaginu. Þessi hugmynd að banna umskurð á drengjum er samt ekki alveg ný. Á árinu 2013 hafði ungur maður samband við umboðsmann barna hér á landi og krafðist svara um hvort forráðamaður barns gæti ákveðið, án samráðs við þolanda, að láta fjarlægja heilbrigðan líkamshluta skjólstæðings síns eins og t.d forhúðina. Í framhaldi af þessu hófst umræða og síðan samstarf milli umboðsmanna barna á Norðurlöndum. Hinn 30. sept. 2013 kom út sameiginleg yfirlýsing undirrituð af umboðsmönnum barna allra Norðurlanda ásamt leiðandi barnalæknum, barnaskurðlæknum og barnahjúkrunarfræðingum þessara landa. Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans, sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum- og hefðbundnum siðum sem skaðað geti heilsu þeirra. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að vernda beri hagsmuni barnsins, sem alltaf hljóti að standa framar rétti foreldranna til að framkvæma trúarlegar- eða hefðbundnar aðgerðir á börnum sínum. Sú sjálfsagða krafa er sett fram að börn (drengir) þurfi ekki að gangast undir neinar aðgerðir eins og t.d. umskurð sem samræmist trú foreldranna fyrr en þeir sjálfir eru til þess bærir lagalega að ákveða það. Umskurður er ævaforn aðgerð þar sem forhúðin í heild er fjarlægð. Það er ekki svo að fjarlægður sé aðeins fremsti hluti forhúðarinnar eins og komið hefur fram í umræðunni undanfarið. Forhúðin hefur það hlutverk að vernda reðurhöfuðið. Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda (receptora) í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu. Til eru heimildir frá forn Egyptum sem framkvæmdu umskurði líklegast vegna sýkinga undir forhúðinni. Þessar heimildir eru mun eldri en Abraham, sem samkvæmt Biblíunni er upphafsmaður umskurðar hjá Gyðingum (1800 f.kr.) Eldri sonur Abrahams, Ismail er talinn ættfaðir Araba, en með honum er þessi siður talinn hafa borist til Araba, síðar Múslima. Ekki er getið um umskurði í trúarriti Múslima, Kóraninum. Páll postuli taldi umskurð ónauðsynlegan, þess vegna er umskurður ekki trúarlegt atriði í kristni. Seinni tíma skýringar á tilurð þessarar aðgerðar eru að þessar þjóðir lifðu á eyðimerkursvæði. Fáklæddir drengir að leik fengu auðveldlega t.d. sandkorn undir forhúðina sem olli sýkingu þar. Engin sýklalyf voru til og varla hreint vatn. Menn neyddust því til að losa um forhúðina með skurði til að hreinsa sýkinguna. Smám saman þróaðist þetta yfir í að forhúðin var fjarlægð í heild og smám saman var farið að gera aðgerðina í fyrirbyggjandi tilgangi. Engar svæfingar eða deyfingar voru til þannig að auðveldast var að gera þetta á börnunum sem allra minnstum t.d. 8 daga gömlum (hjá Gyðingum) eða nokkurra ára (hjá Múslimum). Þaggað var niður í mótmælum mæðranna með því að setja þetta inn í trúarbrögðin sem öllu réðu. Á vesturlöndum var umskurður sjaldgæfur fram undir 1870. Þá komu fram kenningar í Bandaríkunum um mikinn heilsufarslegan ávinning af umskurði. Aðgerðin átti að lækna undirmigu, flogaveiki, geðveiki af ýmsu tagi, getuleysi og hindra sjálfsfróun svo eitthvað sé nefnt. Þó svo að ekkert af þessu stæðist náði þessi siður mikilli útbreiðslu þarlendis. Í Bandaríkjunum eru 50 – 70% karlmanna umskornir en undir 10% í Evrópu. Í öllum vestrænum ríkjum, þar með talið Bandaríkjunum, hefur tíðni umskurðar farið lækkandi síðustu áratugina. Aðferð þeirra sem berjast fyrir umskurði hefur að mestu snúist um að reyna að finna læknisfræðilegar ástæður fyrir aðgerðinni. Árið 2012 kom út grein frá Bandaríska barnalæknafélaginu þar sem fullyrt var að svo mikill heilsufarslegur ávinningur væri af umskurði nýfæddra drengja að greiða ætti fyrir aðgerðina af skattfé (Umskurður er algengasta aðgerð sem gerð er í Bandaríkjunum). Þessum fullyrðingum var svarað í grein 40 vestur-evrópskra lækna 2013 þar sem öll rök um heilsufarslegan ávinning voru hrakin. Að auki var bent á að aukakvillar sem fylgt geta aðgerðinni, jafnvel þó hún sé gerð við bestu aðstæður, væru umtalsverðar (2-7%). Aukakvillarnir geta verið blæðingar, sýkingar, örmyndun á aðgerðarsvæðinu og þrenging á þvagrásaropi. Þá hefur því verið lýst að hluti reðurhöfuðs sé fjarlægt og að of mikil húð sé tekin sem leitt getur til verkjavandamála síðar t.d. við kynmök. Í vísindagrein frá Bandaríkjunum frá 2010 kemur fram að yfir 100 drengir deyja árlega eftir umskurði, jafnvel þó aðgerðin hafi verið gerð við bestu aðstæður. Dánarorsök er oftast blæðing eða sýking. Þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sálarkvöl umskorinna drengja sem alast upp í samfélagi óumskorinna. Að lokum skal bent á að stór hluti umskurða í trúarlegum tilgangi er gerður án deyfingar eða svæfingar. Óþarft ætti að vera að taka fram að aðgerðin er ákaflega sársaukafull og allt tal um að börn nokkurra daga gömul finni ekki til er tómur uppspuni. Þær líflegu umræður sem lagafrumvarpið hefur vakið í fjölmiðlum og á netinu er til merkis um að landsmönnum er ekki sama hvernig farið er með ungbörn í landinu. Það að stór hluti læknastéttarinnar og annarra heilbrigðisstétta skrifar undir stuðningsyfirlýsingu við frumvarpið, jafnvel þó undirskriftasöfnunin sé einungis á fésbókinni, sýnir glögglega hug þessa fólks til málsins. Þá má geta þess að hafin er undirskriftasöfnun meðal almennings í Danmörku um að banna umskurði drengja undir 18 ára aldri, en þá getur einstaklingurinn ákveðið sjálfur hvað hann vill. Mestur virðist ágreiningurinn vera um refsirammann, en 6 ára fangelsisvist er langur tími. Hörðum mótmælum erlendis frá var við að búast. Það hefur jafnan gerst ef hreyft hefur verið við þessu máli.Höfundur er barnaskurðlæknir.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun