Fótbolti

Messi og félagar stoppa í Tel Aviv á leiðinni í Íslandsleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og félagar fagna HM-sætinu eftir sigur á Perú. Messi skoraði öll þrjú mörk Argentínu í leiknum.
Lionel Messi og félagar fagna HM-sætinu eftir sigur á Perú. Messi skoraði öll þrjú mörk Argentínu í leiknum. vísir/getty
Síðasti vináttulandsleikur Argentínumanna fyrir HM í Rússlandi, og þar með leikinn á móti Íslandi, verður á móti Ísrael 9. júní næstkomandi.

Argentínska landsliðið verður í æfingabúðum í Barcelona frá 1. til 8. júní en stoppar svo í Tel Aviv á leiðinni til Rússlands. Leikurinn við Ísrael fer fram sjö dögum fyrir leik Íslands og Argentínu í Moskvu.

Óskastaða Jorge Samapoli, þjálfara argentínska landsliðsins, var að spila þennan vináttuleik í Barcelona en plönin breyttust. Þess í stað flýgur liðið í þrjá tíma til Tel Aviv og mætir heimamönnum.







Argentínska landsliðið spilar þrjá aðra vináttulandsleiki fyrir HM en fyrstu tveir af þeim verða á móti Ítalíu (í Manchester í Englandi) og Spáni (í Madrid) í mars. Liðið mætir einnig Japönum í Japan 30. maí.

Íslenska landsliðið leikur tvo síðustu undirbúningsleiki sína heima á Íslandi, þann fyrri á móti Noregi 2. júní og þann síðari væntanlega á móti Gana 6. júní þótt að það sé ekki búið að staðfesta þann leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×