Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 07:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði starfsbróður sínum í Kína, forsetanum Xi Jinping, fyrir að hafa nýlega afnumið reglur um takmarkanir á setu forseta í embætti. Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. Bandaríska fréttastofan CNN hefur upptöku af ræðu Bandaríkjaorseta undir höndum. „Hann verður forseti alla ævi. Forseti fyrir lífstíð. Nei, hann er frábær,“ sagði Trump m.a. um Xi forseta í ræðu sinni. „Og sjáið til, hann gat gert þetta. Mér finnst það frábært. Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann.“ Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi Jinping, þjóðhöfðingi Kína, myndi því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilstu til.Vonar að Hillary Clinton sé hamingjusöm Ummælin hafa vakið mikla athygli, svo og ræðan í heild en hún var hlaðin bröndurum og gríni. Þá fór Trump auk þess ófögrum orðum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum árið 2016, Hillary Clinton, og sagði ósanngjarnt að gjörðir hans væru undir smásjá fjölmiðla en hennar ekki. „Kerfið er gallað,“ sagði Trump en sagði þó við áheyrendur sína í veislusal Mar a-Lago-sveitasetursins að hann vonaði að Clinton væri hamingjusöm.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi JinpingStefna og lög Kommúnistaflokksins lögfest í október Þegar fréttir bárust fyrst af ákvörðun stjórnvalda í Kína um að afnema takmörk á setu í embætti forseta virtist ljóst að Trump hefði ekki þungar áhyggjur af gangi mála. Sarah Huckabee-Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í lok febrúar að það væri undir Kínverjum komið að taka ákvarðanir um stjórn ríkis síns. Xi Jinping, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Staða hans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00 Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25 Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Xi Jingping getur setið lengur á stóli forseta en til ársins 2023 verði breytingar á stjórnarskrá landsins samþykktar. Flestir telja það aðeins formsatriði. 26. febrúar 2018 06:00
Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Flokkurinn hefur lagt fram breytingartillögu á stjórnarskrá kínverska alþýðulýðveldisins. Gangi hún eftir mun Xi Jinping hafa tækifæri á því að gegna embætti sínu lengur en tíu ár. 25. febrúar 2018 10:25
Kínverjar segja Bandaríkin ógna alþjóðaviðskiptum Yfirvöld Kína eru ekki sátt við að ríkisstjórn Trump sagði það hafa verið mistök að veita Kína inngöngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 22. janúar 2018 11:03