Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2018 22:24 Ryan Seacrest á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn
MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11
Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00
„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34