Tilfinningar eru ekki „our choice“ Hulda Vigdísardóttir skrifar 5. mars 2018 13:23 Laugardalshöllin er troðfull af fólki. Klukkan er hálfátta og ekki nema rétt rúmir tveir tímar í að Evróvisjón-fari Íslands 2018 verði krýndur. Þúsundum íslenskra fána er veifað fram og aftur og augljóst að hér halda allir með sama liðinu; Íslandi. Áður en útsending hefst syngja Gunni og Felix nokkur gömul Evróvisjón-lög og vinkona mín heitir því að mæta á alla tónleika með þeim í framtíðinni, enda mikill aðdáandi þeirra síðan þeir voru aðalstjörnur Stundarinnar okkar. Lítill sex ára gutti í sætinu við hliðina á mér skemmtir sér ekki síður vel. Hann getur vart setið kyrr og iðar allur af spenningi, enda búinn að bíða og bíða í mörg ár eftir þessu kvöldi; eða svo segir hann og leggur sérstaka áherslu á lýsingarorðið mörg. Hann stekkur upp á stól þegar Aron Hannes og hans félagar stíga á svið og syngur íslenska textann með ensku útgáfunni. Skælbrosandi veifar hann fána og trampar niður fótum í takt við lagið. Ég reyni að forða hvítu kápunni minni en sé að vinstri hliðin hefur þegar fengið smart Nike-skómynstur í stærð þrjátíu. Ég spái samt ekki í það því gleði litla kútsins hrífur mig með inn í óumflýjanlega sæluvímu sem aðeins stigmagnast þegar Dagur kemur inn á sviðið með stormsveip. Þegar allir keppendur hafa flutt sín lög tekur við spennuþrungin bið og símreikningar landsmanna hækka til muna. Litli sex ára guttinn fær líka að kjósa og tryggir þar Aroni þrjú stig sem og Heimilistónum og Degi hvort sitt stigið. Hann fylgist fullur eftirvæntingar með stigagjöfum dómara en smátt og smátt virðist slokkna á gleðiglampanum í augum hans og það blikar á tár í augnkrókum. Aron Hannes lendir í þriðja sæti og ljóst að hann verður ekki fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Litli fjörkálfurinn er miður sín og horfir stúrinn niður á gólf. Meðan á auglýsingum stendur reynir móðir hans að lífga hann við og fyrr en varir gera allir í kring slíkt hið sama. Svíarnir fyrir framan reyna að hughreysta hann með alls kyns sprelli og lítil stelpa spyr hvort hann vilji Haribo-hlaup. Skömmu seinna hefst einvígið og glæsilegir keppendur stíga á svið en drengurinn er enn niðurlútur. Móðirin virðist svo viss á sínu að í örvæntingu sinni lofar hún drengnum að Dagur vinni og loks tekur hann gleði sína á ný, enda hafði hann jú haldið smávegis með honum líka. Sú gleði varir þó stutt því aftur bregðast niðurstöður kosninga honum. Mamma hans hafði rangt fyrir sér og Dagur lendir í öðru sæti. Í miklum tilfinningastormi er engu líkara en hjartað hafi verið rifið úr litla sessunaut mínum en síðan að keppnin hófst hefur stormurinn fleygt honum fram og aftur, upp og niður allan tilfinningaskalann. Ég er ekki frá því að mér sé farið að þykja hálfpartinn vænt um þennan gutta, sem ég þekkti ekki fyrr í kvöld og er greinilega ekki ein um það því athygli Svíanna beinist sömuleiðis öll að honum. Eftir að Ari flytur sigurlagið og útsendingu lýkur, tínast áhorfendur heim, misglaðir í bragði. Líkt og hjá litla drengnum, vann mitt uppáhalds lag ekki en þjóðin hefur gert upp hug sinn og lagið Our Choice stendur undir nafni. Því verður víst ekki breytt og kannski best að taka litla strákinn til fyrirmyndar, því þrátt fyrir átakanlegt kvöld gekk hann nokkuð sáttur út úr Höllinni. Þegar heim er komið, kíki ég á Netið og stenst ekki freistinguna að lesa #12stig-tíst frá því í kvöld. Eins og við er að búast, er fólk misánægt með úrslitin en umræðan virðist þó að miklu leyti snúast um tilfinningahlaðið viðtal við Ara og hvort það eitt og sér hafi í raun tryggt honum sigur. Hversu mikið sem til er í því, getur þátttaka í Söngvakeppninni eflaust verið einn stór tilfinningarússíbani þar sem vonir, væntingar og vonbrigði ráða för frá upphafi til enda. Þjóðfélagið er enn svolítið litað af þeim hugsunarhætti að karlmenn eigi ekki að sýna tilfinningar en sem betur fer virðist það þó vera að breytast. Enginn á að þurfa að bæla niður tilfinningar, hvorki nítján ára flytjandi í sjónvarpsviðtali né sex ára gutti úti í sal. Ari er flottur söngvari með mikla útgeislun og þó svo að ég hafi ekki kosið að senda lag hans út til Portúgals í maí, á hann eflaust eftir að standa sig með prýði. Hann er hann mörgu leyti flott fyrirmynd og ég óska sigurvegARAnum innilega til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardalshöllin er troðfull af fólki. Klukkan er hálfátta og ekki nema rétt rúmir tveir tímar í að Evróvisjón-fari Íslands 2018 verði krýndur. Þúsundum íslenskra fána er veifað fram og aftur og augljóst að hér halda allir með sama liðinu; Íslandi. Áður en útsending hefst syngja Gunni og Felix nokkur gömul Evróvisjón-lög og vinkona mín heitir því að mæta á alla tónleika með þeim í framtíðinni, enda mikill aðdáandi þeirra síðan þeir voru aðalstjörnur Stundarinnar okkar. Lítill sex ára gutti í sætinu við hliðina á mér skemmtir sér ekki síður vel. Hann getur vart setið kyrr og iðar allur af spenningi, enda búinn að bíða og bíða í mörg ár eftir þessu kvöldi; eða svo segir hann og leggur sérstaka áherslu á lýsingarorðið mörg. Hann stekkur upp á stól þegar Aron Hannes og hans félagar stíga á svið og syngur íslenska textann með ensku útgáfunni. Skælbrosandi veifar hann fána og trampar niður fótum í takt við lagið. Ég reyni að forða hvítu kápunni minni en sé að vinstri hliðin hefur þegar fengið smart Nike-skómynstur í stærð þrjátíu. Ég spái samt ekki í það því gleði litla kútsins hrífur mig með inn í óumflýjanlega sæluvímu sem aðeins stigmagnast þegar Dagur kemur inn á sviðið með stormsveip. Þegar allir keppendur hafa flutt sín lög tekur við spennuþrungin bið og símreikningar landsmanna hækka til muna. Litli sex ára guttinn fær líka að kjósa og tryggir þar Aroni þrjú stig sem og Heimilistónum og Degi hvort sitt stigið. Hann fylgist fullur eftirvæntingar með stigagjöfum dómara en smátt og smátt virðist slokkna á gleðiglampanum í augum hans og það blikar á tár í augnkrókum. Aron Hannes lendir í þriðja sæti og ljóst að hann verður ekki fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Litli fjörkálfurinn er miður sín og horfir stúrinn niður á gólf. Meðan á auglýsingum stendur reynir móðir hans að lífga hann við og fyrr en varir gera allir í kring slíkt hið sama. Svíarnir fyrir framan reyna að hughreysta hann með alls kyns sprelli og lítil stelpa spyr hvort hann vilji Haribo-hlaup. Skömmu seinna hefst einvígið og glæsilegir keppendur stíga á svið en drengurinn er enn niðurlútur. Móðirin virðist svo viss á sínu að í örvæntingu sinni lofar hún drengnum að Dagur vinni og loks tekur hann gleði sína á ný, enda hafði hann jú haldið smávegis með honum líka. Sú gleði varir þó stutt því aftur bregðast niðurstöður kosninga honum. Mamma hans hafði rangt fyrir sér og Dagur lendir í öðru sæti. Í miklum tilfinningastormi er engu líkara en hjartað hafi verið rifið úr litla sessunaut mínum en síðan að keppnin hófst hefur stormurinn fleygt honum fram og aftur, upp og niður allan tilfinningaskalann. Ég er ekki frá því að mér sé farið að þykja hálfpartinn vænt um þennan gutta, sem ég þekkti ekki fyrr í kvöld og er greinilega ekki ein um það því athygli Svíanna beinist sömuleiðis öll að honum. Eftir að Ari flytur sigurlagið og útsendingu lýkur, tínast áhorfendur heim, misglaðir í bragði. Líkt og hjá litla drengnum, vann mitt uppáhalds lag ekki en þjóðin hefur gert upp hug sinn og lagið Our Choice stendur undir nafni. Því verður víst ekki breytt og kannski best að taka litla strákinn til fyrirmyndar, því þrátt fyrir átakanlegt kvöld gekk hann nokkuð sáttur út úr Höllinni. Þegar heim er komið, kíki ég á Netið og stenst ekki freistinguna að lesa #12stig-tíst frá því í kvöld. Eins og við er að búast, er fólk misánægt með úrslitin en umræðan virðist þó að miklu leyti snúast um tilfinningahlaðið viðtal við Ara og hvort það eitt og sér hafi í raun tryggt honum sigur. Hversu mikið sem til er í því, getur þátttaka í Söngvakeppninni eflaust verið einn stór tilfinningarússíbani þar sem vonir, væntingar og vonbrigði ráða för frá upphafi til enda. Þjóðfélagið er enn svolítið litað af þeim hugsunarhætti að karlmenn eigi ekki að sýna tilfinningar en sem betur fer virðist það þó vera að breytast. Enginn á að þurfa að bæla niður tilfinningar, hvorki nítján ára flytjandi í sjónvarpsviðtali né sex ára gutti úti í sal. Ari er flottur söngvari með mikla útgeislun og þó svo að ég hafi ekki kosið að senda lag hans út til Portúgals í maí, á hann eflaust eftir að standa sig með prýði. Hann er hann mörgu leyti flott fyrirmynd og ég óska sigurvegARAnum innilega til hamingju.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun