Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 15:14 Vinsældir jepplinga hafa farið vaxandi um allan heim. Þeir eyða að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Aukin notkun jepplinga vinnur þannig upp á móti ávinningi af minni útblæstri frá sparneytnari bensínbílum, raf- og tvinnbílum. Vísir/AFP Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar. Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45