Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:59 Samkvæmt lögreglunni í Wiltshire er rannsóknin á frumstigi. Vísir/Getty Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í borginni Salisbury í suðurhluta Bretlands í gær. Maðurinn heitir Sergei Skripal, er 66 ára gamall, og var árið 2006 dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir bresk yfirvöld. Hann var fundinn sekur um að hafa veitt bresku leynilögreglunni, MI6, upplýsingar um rússneska njósnara í Evrópu. Skripal var einn af fjórum föngum sem var sleppt úr haldi í Moskvu árið 2010 í skiptum fyrir 10 bandaríska njósnara og settist hann seinna að í Bretlandi. Skripal liggur nú þungt haldinn á spítala í Salisbury ásamt konu sem talin er vera á fertugsaldri. Loka þurfti nokkrum stöðum í miðborg Salisbury í aðgerðum lögreglu í gær og var bráðadeild spítalans einnig lokað.Ekki vitað hvaða efni er um að ræða Lögreglan rannsakar nú hvort eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað en tilkynning barst seinnipart dags í gær um að tvær manneskjur hefðu veikst í verslunarmiðstöð í miðbæ Salisbury. Ekki er enn vitað hvers konar efni þau komust í snertingu við en í samtali við BBC segir sjónarvottur að þau hafi bæði virst hafa innbyrt „eitthvað mjög sterkt.“ „Á bekknum var par, eldri maður og yngri konar. Hún hallaðist að honum, það leit út fyrir að hún hefði mögulega misst meðvitund. Hann gerði skrítnar hreyfingar með höndunum og leit upp til himins.“ Í tilkynningu frá lögreglunni í Wiltshire segir að Skripal og konan hafi ekki verið með neina sjáanlega áverka en að þau hafi misst meðvitund. Þá sagði fulltrúi lögreglunnar að rannsóknin væri enn á frumstigi. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í borginni Salisbury í suðurhluta Bretlands í gær. Maðurinn heitir Sergei Skripal, er 66 ára gamall, og var árið 2006 dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir bresk yfirvöld. Hann var fundinn sekur um að hafa veitt bresku leynilögreglunni, MI6, upplýsingar um rússneska njósnara í Evrópu. Skripal var einn af fjórum föngum sem var sleppt úr haldi í Moskvu árið 2010 í skiptum fyrir 10 bandaríska njósnara og settist hann seinna að í Bretlandi. Skripal liggur nú þungt haldinn á spítala í Salisbury ásamt konu sem talin er vera á fertugsaldri. Loka þurfti nokkrum stöðum í miðborg Salisbury í aðgerðum lögreglu í gær og var bráðadeild spítalans einnig lokað.Ekki vitað hvaða efni er um að ræða Lögreglan rannsakar nú hvort eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað en tilkynning barst seinnipart dags í gær um að tvær manneskjur hefðu veikst í verslunarmiðstöð í miðbæ Salisbury. Ekki er enn vitað hvers konar efni þau komust í snertingu við en í samtali við BBC segir sjónarvottur að þau hafi bæði virst hafa innbyrt „eitthvað mjög sterkt.“ „Á bekknum var par, eldri maður og yngri konar. Hún hallaðist að honum, það leit út fyrir að hún hefði mögulega misst meðvitund. Hann gerði skrítnar hreyfingar með höndunum og leit upp til himins.“ Í tilkynningu frá lögreglunni í Wiltshire segir að Skripal og konan hafi ekki verið með neina sjáanlega áverka en að þau hafi misst meðvitund. Þá sagði fulltrúi lögreglunnar að rannsóknin væri enn á frumstigi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira