Aldrei færri horft á Óskarinn í sjónvarpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 23:44 Mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro með Óskarsstytturnar sínar tvær sem hann hlaut fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn. vísir/getty Aldrei hafa færri sjónvarpsáhorfendur horft á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi heldur en í ár. 26,5 milljónir manna horfðu á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi í Bandaríkjunum en inni í þeirri tölu eru ekki þeir sem horfðu á útsendinguna í gegnum netið í tölvu, spjaldtölvu eða síma. Fyrirtækið Nielsen tekur tölurnar saman fyrir ABC sem sýnir beint frá Óskarnum. Fækkun sjónvarpsáhorfenda milli ára nemur 20 prósentum að því er fram kemur í frétt AP þar sem um 33 milljónir bandarískra áhorfenda sáu Óskarinn í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem áhorfstölurnar fara niður fyrir 30 milljónir en Nielsen hefur mælt áhorfið á Óskarinn í Bandaríkjunum síðan árið 1974. Aðeins eru fjögur ár frá því að 44 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Óskarinn og áður höfðu fæstir horft árið 2008 þegar myndin No Country for Old Men vann verðlaunin sem besta myndin. Áhorfstölur Óskarsins eru oft tengdar við það hversu vinsælar stærstu myndir kvöldsins hafa verið í bandarískum kvikymyndahúsum. Þannig hefur besta myndin í ár, Shape of Water, aðeins halað inn 57,4 milljónum dollara í tekjur en flestir horfðu á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi árið 1998 þegar Titanic var valin besta myndin. Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. 5. mars 2018 22:15 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Aldrei hafa færri sjónvarpsáhorfendur horft á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi heldur en í ár. 26,5 milljónir manna horfðu á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpi í Bandaríkjunum en inni í þeirri tölu eru ekki þeir sem horfðu á útsendinguna í gegnum netið í tölvu, spjaldtölvu eða síma. Fyrirtækið Nielsen tekur tölurnar saman fyrir ABC sem sýnir beint frá Óskarnum. Fækkun sjónvarpsáhorfenda milli ára nemur 20 prósentum að því er fram kemur í frétt AP þar sem um 33 milljónir bandarískra áhorfenda sáu Óskarinn í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem áhorfstölurnar fara niður fyrir 30 milljónir en Nielsen hefur mælt áhorfið á Óskarinn í Bandaríkjunum síðan árið 1974. Aðeins eru fjögur ár frá því að 44 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Óskarinn og áður höfðu fæstir horft árið 2008 þegar myndin No Country for Old Men vann verðlaunin sem besta myndin. Áhorfstölur Óskarsins eru oft tengdar við það hversu vinsælar stærstu myndir kvöldsins hafa verið í bandarískum kvikymyndahúsum. Þannig hefur besta myndin í ár, Shape of Water, aðeins halað inn 57,4 milljónum dollara í tekjur en flestir horfðu á Óskarsverðlaunin í sjónvarpi árið 1998 þegar Titanic var valin besta myndin.
Óskarinn Tengdar fréttir Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00 Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. 5. mars 2018 22:15 Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kimmel fór á kostum í upphafsræðunni: „Þurfum fleiri typpalausa karlmenn“ Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 11:00
Handtekinn grunaður um að hafa stolið Óskarsstyttu Frances McDormand Terry Bryant, 47 ára gamall maður, var handtekinn í morgun grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar Frances McDormand. 5. mars 2018 22:15
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15