Forsvarsmenn Óskarsins fóru þess á leit við hópinn að þeir myndu búa til lag og myndband fyrir nítugustu Óskarsverðlaunahátíðina.
Andy Samberg, Jorma Taccone og Akiva Schaffer eru mennirnir á bakvið hópinn og tóku þeir sinn tíma í svara óskarsverðlaunamönnum. Svo fór að hugmyndin þótti of dýr og ómöguleg í framkvæmd.
Þannig að þeir bjuggu til myndband sem sýnir hugmyndina þeirra í grófum dráttum, eins og sjá má hér að neðan.