Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:39 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi með núverandi Bandaríkjaforseta árið 2006. Vísir/Getty Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29