Körfubolti

Durant tók yfir þegar að Curry meiddist og kláraði Spurs | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Curry og Durant.
Curry og Durant. Vísir // Getty
NBA-meistarar Golden State Warriors eru með ágætlega vel mannað lið eins og sást í nótt þegar að það vann þriggja stiga sigur á San Antonio Spurs á heimavelli, 110-107.

Golden State varð fyrir áfalli í leiknum því Steph Curry meiddist enn eina ferðina á ökkla en það skipti engu máli því Kevin Durant einfaldlega tók yfir leikinn og skoraði meðal annars fjórtán stig í röð í fjórða leikhluta.

„Við erum samt með þrjá stjörnuliðsleikmenn þegar að Curry meiðist. Það eru miklir hæfileikar í liðinu,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, og hló á blaðamannafundi eftir leik.

Kevin Durant skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og varði fjögur skot er hann nánast einn síns liðs dró Golden State aftur inn í leikinn og jafnaði metin þegar að tvær mínútur voru eftir.

Meistararnir voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu þriggja stiga sigri á móti öflugu Spurs-liði sem var með LaMarcus Aldridge í miklu stuði en hann skoraði 30 stig og tók 17 fráköst.

Þetta var sjöundi sigurleikur Golden State í röð en liðið er búið að vinna jafnmarga leiki og topplið Houston í vestrinu en búið að tapa einum leik meira.

Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 111-125

Miami Heat - Philadelphia 76ers 108-99

Minnesota Timberwolves - Boston Celtics 109-117

OKC Thunder - Phoenix Suns 115-87

Golden State Warriors - San Antonio Spurs 110-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×