Innlent

Mál Siðmenntar tekið fyrir á ný

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. VÍSIR/STEFÁN
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Þjóðskrár að synja Siðmennt um aðgang að netföngum skráðra félagsmanna í trúfélagið.

Þjóðskrá synjaði Siðmennt um aðganginn á þeim grundvelli að um væri að ræða persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Taldi stofnunin að ekki væri unnt að miðla upplýsingunum áfram án þess að fyrir lægi samþykki hvers og eins. Siðmennt taldi að hver og einn hefði samþykkt slíkt með því að skrá sig í félagið.

ÚNU benti á að í persónuverndar­lögum væri tekið fram að þau takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsinga- og stjórnsýslulögum. Var synjunin því felld úr gildi og lagt fyrir Þjóðskrá að taka málið fyrir að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×