Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Burðardýr kjósa oft að sitja frekar af sér dóm en vinna með lögreglu. Vísir/Getty Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent