Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Burðardýr kjósa oft að sitja frekar af sér dóm en vinna með lögreglu. Vísir/Getty Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira