Lindsay Vonn kom grátandi í viðtal: „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2018 15:58 Barist við tárin. skjáskot Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Sjá meira