Útlendinganefnd leysi lýðræðisvandann? Ögmundur Jónasson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun