Getuleysi Öryggisráðsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. febrúar 2018 07:00 Á síðustu átta dögum hafa rúmlega 550 manns, stór hluti þeirra börn, verið myrtir í Ghouta-hverfi í útjaðri Damaskus. Hersveitir hliðhollar ríkjandi valdi í Sýrlandi hafa með stuðningi Rússa jafnað spítala við jörðu í hverfinu með ítrekuðum loftárásum. Hersveitirnar varpa tunnum, yfirfullum af sprengiefni, sprengjubrotum og jafnvel eiturefnum, úr þyrlum yfir hverfinu þar sem fjögur hundruð þúsund óbreyttir borgarar lifa milli vonar og ótta. Á milli þeirra leynast 580 uppreisnarmenn. Sýrlensk yfirvöld eru reiðubúin að fremja fjöldamorð á eigin þegnum til að útrýma þeim. Þetta hömlulausa ofbeldi er ekki aðeins að finna á sjálfum vígvellinum í Sýrlandi, heldur birtist það í annarri mynd víðsfjarri húsarústunum og barnsgrátinum í Ghouta-hverfi. Í fundarsal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar þjóðanna koma saman undir því yfirskyni að koma sýrlensku þjóðinni til hjálpar. Öryggisráðið komst loks að samkomulagi um vopnahlé í Ghouta um helgina, eftir ítrekaðar tilraunir og ótal fundi. Síðan þá hafa rúmlega þrjátíu óbreyttir borgarar verið myrtir í loftárásum á Ghouta. Óhætt er að segja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi algjörlega, og ítrekað, brugðist sýrlensku þjóðinni. Stríðandi fylkingar í Sýrlandi bera ábyrgð á mannfallinu, en ábyrgð ríkjanna fimm sem eiga fastasæti og hafa neitunarvald í Öryggisráðinu er ekki minni. Þessar þjóðir hafa leyft átökunum að halda áfram. Slíkt er vanhæfi þessara svokölluðu stórvelda að þeim hefur ítrekað mistekist að tryggja grundvallarmannréttindi hóps sem þurft hefur að þola einhverjar mestu hörmungar sem sést hafa. Sýrlenska borgarastyrjöldin er mesti harmleikur okkar tíma, og það fyrir ýmsar sakir. Mannfallið og það gegndarlausa ofbeldi sem átt hefur sér stað þar ber nöturlegt vitni um þá villimennsku sem tegundin okkar er fær um að sýna. En um leið, verandi hin upplýsta og tengda kynslóð, neyðumst við í ljósi hörmunganna til að horfa inn á við og spyrja af hverju við látum þetta viðgangast. Engin kynslóð í sögunni hefur haft jafn gott aðgengi að upplýsingum og staðreyndum, og það er hægðarleikur að beita sér í þágu Sýrlendinga. Sama hversu smá ríkin eru, þá hafa þau burði og umfram allt siðferðilega skyldu til að halda á lofti gildum sínum og berjast fyrir mannréttindum Sýrlendinga. Ekki verður unað lengur við getuleysi Sameinuðu þjóðanna, því þurfa almennir borgarar að sýna manngæsku í verki og koma bræðrum sínum og systrum í Sýrlandi til aðstoðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu átta dögum hafa rúmlega 550 manns, stór hluti þeirra börn, verið myrtir í Ghouta-hverfi í útjaðri Damaskus. Hersveitir hliðhollar ríkjandi valdi í Sýrlandi hafa með stuðningi Rússa jafnað spítala við jörðu í hverfinu með ítrekuðum loftárásum. Hersveitirnar varpa tunnum, yfirfullum af sprengiefni, sprengjubrotum og jafnvel eiturefnum, úr þyrlum yfir hverfinu þar sem fjögur hundruð þúsund óbreyttir borgarar lifa milli vonar og ótta. Á milli þeirra leynast 580 uppreisnarmenn. Sýrlensk yfirvöld eru reiðubúin að fremja fjöldamorð á eigin þegnum til að útrýma þeim. Þetta hömlulausa ofbeldi er ekki aðeins að finna á sjálfum vígvellinum í Sýrlandi, heldur birtist það í annarri mynd víðsfjarri húsarústunum og barnsgrátinum í Ghouta-hverfi. Í fundarsal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar þjóðanna koma saman undir því yfirskyni að koma sýrlensku þjóðinni til hjálpar. Öryggisráðið komst loks að samkomulagi um vopnahlé í Ghouta um helgina, eftir ítrekaðar tilraunir og ótal fundi. Síðan þá hafa rúmlega þrjátíu óbreyttir borgarar verið myrtir í loftárásum á Ghouta. Óhætt er að segja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi algjörlega, og ítrekað, brugðist sýrlensku þjóðinni. Stríðandi fylkingar í Sýrlandi bera ábyrgð á mannfallinu, en ábyrgð ríkjanna fimm sem eiga fastasæti og hafa neitunarvald í Öryggisráðinu er ekki minni. Þessar þjóðir hafa leyft átökunum að halda áfram. Slíkt er vanhæfi þessara svokölluðu stórvelda að þeim hefur ítrekað mistekist að tryggja grundvallarmannréttindi hóps sem þurft hefur að þola einhverjar mestu hörmungar sem sést hafa. Sýrlenska borgarastyrjöldin er mesti harmleikur okkar tíma, og það fyrir ýmsar sakir. Mannfallið og það gegndarlausa ofbeldi sem átt hefur sér stað þar ber nöturlegt vitni um þá villimennsku sem tegundin okkar er fær um að sýna. En um leið, verandi hin upplýsta og tengda kynslóð, neyðumst við í ljósi hörmunganna til að horfa inn á við og spyrja af hverju við látum þetta viðgangast. Engin kynslóð í sögunni hefur haft jafn gott aðgengi að upplýsingum og staðreyndum, og það er hægðarleikur að beita sér í þágu Sýrlendinga. Sama hversu smá ríkin eru, þá hafa þau burði og umfram allt siðferðilega skyldu til að halda á lofti gildum sínum og berjast fyrir mannréttindum Sýrlendinga. Ekki verður unað lengur við getuleysi Sameinuðu þjóðanna, því þurfa almennir borgarar að sýna manngæsku í verki og koma bræðrum sínum og systrum í Sýrlandi til aðstoðar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar