Erlent

Samskiptastjóri Trump segir af sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hope Hicks sést hér við ræðupúltið ásamt Donald Trump.
Hope Hicks sést hér við ræðupúltið ásamt Donald Trump.
Hope Hicks, samskiptastjóri Donald Trump forseti Bandaríkjanna og einn nánasti ráðgjafi Trump mun segja af sér embætti innan tíðar.

New York Times greinir frá en í frétt bandaríska blaðsins segir að Hicks hafi verið sá ráðgjafi sem starfað hafði hvað lengst með Trump. Hicks, sem starfaði áður sem fyrirsæta, hafði takmarkaða reynslu af stjórnmálum áður en hún gekk til liðs við framboð Trump árið 2016.

Þar segir einnig að Hicks hafi verið einn fáum ráðgjöfum Trump sem átti sig á persónuleika hans og geti haft áhrif á skoðanir hans.

Samskiptastjórar forseta Bandaríkjanna eru gjarnan taldir mjög valdamiklir enda þeirra hlutverk að móta kynningu og framsetningu á störfum og stefnu forsetans. Í frétt New York Times segir að að Hicks hafi íhugað síðustu mánuði að láta af embætti.

Hicks gaf ekki til kynna hvenær hún myndi láta embætti en reiknað er með að það verði á næstu vikum. Í gær sat hún fyrir svörum á maraþonfundi njósnamálanefndar Bandaríkjanna. Þar sagðist hún hafa í starfi sínu sem samskiptastjóri þurft að segja nokkar „hvítar lygar“ fyrir hönd forsetans en að hún hafi aldrei logið til um neitt í tengslum við rannsókn af meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016.

Í yfirlýsingu frá forsetanum er Hicks þakkað fyrir störf hennar auk þess sem að Trump greinir frá því að hún muni sakna hennar. Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum.

Má þar nefna Sean Spicer fyrrverandi blaðafulltrúa Trump, Reince Priebus fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Anthony Scaramucci sem endist aðeins 11 daga í starfi sem samskiptafulltrúi Trump og Stephen K. Bannon, sem starfaði sem einn helsti ráðgjafi Trump.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×