Innlent

Flugi aflýst vegna veðurs

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vond veðurspá er í dag og hefur það áhrif á samgöngur.
Vond veðurspá er í dag og hefur það áhrif á samgöngur. vísir/anton brink
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og er veðrið einnig farið að hafa áhrif á millilandaflug. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að flugi hingað frá Prag og Osló var aflýst. Flugum til Parísar, London, Prag, Osló og Alicante hefur nú þegar verið aflýst og er búist við að flugáætlun raskist meira í dag. Þeir sem eiga bókað flug eru hvattir til að fylgjast vel með í dag.

„Einhver félög eru búin að taka ákvörðun um að aflýsa einhverjum ferðum vegna veðurs. Það þarf svo að fylgjast með í dag hvernig þetta þróast fram eftir degi,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við stormi og lélegu skyggni. 

„Ef að veðurspár ganga eftir mun það væntanlega hafa áhrif á millilandaflug.“

Guðjón hvetur þá sem eiga bókað flug til að fylgjast vel með í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×