„Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 14:00 Adam Rippon og Gus Kenworthy á setningarhátíðinni. Twitter/ @guskenworthy Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið. Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust. Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu: „We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“We're here. We're queer. Get used to it. @Adaripp#Olympics#OpeningCeremonypic.twitter.com/OCeiqiY6BN — Gus Kenworthy (@guskenworthy) February 9, 2018 Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang. Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð. Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum. „Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.Tonight I walked in the #OpeningCeremony and got to watch my old friend @Yunaaaa light the Olympic flame. Representing the USA is one of the greatest honors of my life and being able to do it as my authentic self makes it all so much sweeter pic.twitter.com/ZypvWkUBjD — Adam Rippon (@Adaripp) February 9, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira