Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 19:38 Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“ Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“
Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira