Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Guðmundur D. Haraldsson skrifar 13. febrúar 2018 04:54 Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Tengdar fréttir Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun