Fagnaði Ólympíugullinu sínu með því að borða ís í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 10:00 Chloe Kim fagnar sigri. Vísir/Getty Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti