Fagnaði Ólympíugullinu sínu með því að borða ís í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 10:00 Chloe Kim fagnar sigri. Vísir/Getty Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira