Lögreglurannsóknir á vændi í skötulíki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Vísir/Getty „Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
„Maður myndi ætla að lögreglan brygðist við í samræmi við tilefnið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og vísar til opinberrar umfjöllunar um aukið umfang vændis hér á landi að undanförnu. Þrátt fyrir mikla umræðu og ummæli lögreglu um aukið umfang sýna tölur bæði frá ríkissaksóknara og frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fram á mikinn samdrátt í rannsóknum hjá lögreglu, ákærum og dómum fyrir vændiskaup á undanförnum þremur árum. „Það hefur verið töluverð umræða um þessi mál og bæði lögreglustjóri og lögreglumenn að tjá sig í fjölmiðlum um eðli vændiskaupa, að þau séu umfangsmikil og séu að aukast, og fyrir stuttu var um það rætt að það væri aukið ofbeldi tengt þessum brotum. Miðað við þessar tölur sýnist manni þó að það sé nú kannski ekki eins mikið að gerast í þessum málaflokki svona miðað við það umfang sem verið er að lýsa í fjölmiðlum,“ segir Helgi. Helgi bendir á að ákvæði í lögum um símhlustun hafi verið beitt er mest var ákært fyrir vændiskaup. „Þá voru menn að beita hlustunum þar sem grunur var um mansal eða milligöngu um vændi, með símahlustunum á símanúmerum meintra vændiskvenna.Fjöldi mála hja lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2007 til 2017 þar sem grunur var um kaup á vændi (206. gr.)Þannig var oft tiltölulega auðvelt að átta sig á hvað stóð til. Í þessum tilvikum um mansal og milligöngu um vændi er flóknari sönnun en um vændiskaup, þar þarf í rauninni ekkert annað en að lýsa yfir vilja til að kaupa vændi og hafa samband við vændiskonu og þá erum við allavega komin með tilraun,“ segir Helgi. Árið 2016 hafi ákvæði um símahlustun verið breytt. Nú sé heimild til símhlustunar vegna gruns um vændiskaup. Rannsókn þessara mála eigi því ekki að vera flókin. „Við höfum verið að einbeita okkur meira að mansalinu og þrátt fyrir að hafa ekki náð saksókn höfum við verið mjög virk í þeim og fengið margar tilkynningar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við: „Þannig að við höfum hreinlega ekki komist yfir þessi þessi hefðbundnu vændismál og eftirlit með þeim.“ Sérstök eining hefur verið starfandi í rúmt ár hjá lögreglunni til að rannsaka mansal og vændi. Sigríður Björk segir einnig að mikil áhersla hafi verið lögð á að efla vitundarvakningu um mansal og vændi, samstarf við vinnumarkaðinn og uppbyggingu þekkingar meðal þeirra sem starfa í málaflokknum. Sigríður bendir einnig á að andstætt því sem tölurnar gefi til kynna þau ár sem þær eru hæstar sé í rauninni ekki um marga seljendur að ræða heldur sé um að ræða tiltölulega fá mál og marga kúnna hjá sama seljanda. „En við erum með eitt stórt mál í gangi núna og þar er verið að yfirheyra tugi kaupenda. En þarna erum við með viðurlög sem eru ekki há, miðað við vinnuna sem fer í þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira