Tjáði sig dólgslega um hina 17 ára Chloe Kim og missti útvarpsþáttinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:30 Chloe Kim með gullið sitt. Vísir/Getty „Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018 Ólympíuleikar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
„Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018
Ólympíuleikar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira