Tjáði sig dólgslega um hina 17 ára Chloe Kim og missti útvarpsþáttinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:30 Chloe Kim með gullið sitt. Vísir/Getty „Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018 Ólympíuleikar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
„Ég bið alla afsökunar á því að hafa verið algjört fífl,“ sagði útvarpsmaðurinn Patrick Connor í afsökunarbeiðni sinni á Twitter. Hann breytti því þó ekki að ummæli hans um hina sautján ára Chloe Kim kostuðu hann útvarpsþáttinn hans. Patrick Connor stýrir ekki lengur morgunþættinum „The Shower Hour“ á KNBR útvarpsstöðinni í Bay Area.KNBR radio has let go Patrick Connor after he called 17-year-old Chloe Kim a 'hot piece of [expletive]' on Barstool Radio https://t.co/oGPhDyQnje — Sports Illustrated (@SInow) February 14, 2018 Chloe Kim vann hug og hjörtu allra þegar hún vann Ólympíugull í snjóbrettafimi á þriðjudaginn. Hún vann með miklum yfirburðum og heillar svo alla með léttri og skemmtilegri framkomu sinni. Það spillir ekki fyrir vinsældum Chloe Kim að hún er sæt og brosmild stelpa en sumir gengu alltof langt í að lýsa yfir hrifningu sinni á henni. Patrick Connor datt nefnilega í perraskapinn í útvarpsþætti sínum. Hann er 23 árum eldri en Chloe Kim og kynferðisleg ummæli hans um nýjustu súperstjörnu íþróttaheimsins féllu í mjög grýttan jarðveg.KNBR fires Patrick Connor for Chloe Kim comments on Barstool Radio: @BASportsGuy https://t.co/Zw8DQiyb77 — The Athletic (@TheAthleticSF) February 15, 2018 „Ég vil biðja Chloe Kim og föður hennar afsökunar. Þau áttu ekki skilið að fá þessar heimsku, asnalegu og barnalegu athugasemdir,“ sagði Patrick Connor en hann fór líka á Twitter. „Í gær fór ég skrýtna leið að því að reyna að fá fólk til að hlæja. Athugasemdir mínar um Chloe Kim voru meira en óviðeigandi því þær voru aumar og ógeðslegar. Ég bið þig innilega afsökunar Chloe. Þú kemur svo stórkostlega fram fyrir hönd okkar þjóðar. Ég bið alla kollega mína og hlustendur afsökunar á því að vera algjört fífl,“ skrifaði Patrick Connor á Twitter.Yesterday in a weird attempt to make people laugh I failed. My comments about @chloekimsnow were more than inappropriate they were lame & gross. Im truly sorry Chloe. You’ve repped our country so brilliantly. I apologize to my colleagues & the listeners for being a total idiot. — Patrick Connor (@pcon34) February 14, 2018
Ólympíuleikar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira