Fótbolti

Partílest fyrir Íslendinga frá Volgograd til Rostov

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
:Það verður væntanlega alvöru stemning í lestinni frá Volgograd til Rostov.
:Það verður væntanlega alvöru stemning í lestinni frá Volgograd til Rostov. vísir/ernir
Það er að mörgu að hyggja í undirbúningi fyrir HM í Rússlandi næsta sumar og allir með sínar séróskir. Íslendingar eru þar engin undantekning.

Á leikdögum verður frítt í almenningssamgöngur. Íslenska liðið spilar fyrsta leik sinn á HM í Moskvu, næsti leikur er í Volgograd og lokaleikur riðlakeppninnar hjá strákunum er í Rostov.

Lestarferðn frá Moskvu til Volgograd tekur litla 18 klukkutíma. Það tekur svo 16 klukkutíma að komast frá Moskvu til Rostov.

Á fundi utanríkisráðuneytisins hjá KSÍ í dag kom fram að líklega yrði boðið upp á lest frá Volgograd til Rostov. Lest sem yrði þá eingöngu fyrir íslenska áhorfendur. Aðeins 500 kílómetrar eru á milli borganna og því talsvert styttri lestarferð en frá Moskvu. Þarna verður í boði íslensk partílest og líklega verður mikið stuð um borð í lestinni.

Rússlandsfarar eru beðnir um að athuga vel að það þarf að skrá sig sérstaklega í lestarferðirnar á netinu.

Rússarnir lofa nútímalegum lestum með loftkælingu og veitingasölu. Lestirnar verða að hámarki fimm til sex ára gamlar.


Tengdar fréttir

Rússlandsfarar þurfa að skoða vegabréfið sitt núna!

Utanríkisráðuneytið blés til fundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag til þess að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri til þeirra sem ætla sér á HM í Rússlandi næsta sumar. Þar var helst talað um tvo hluti. Hið svokallaða Fan Id og svo vegabréf Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×