Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2018 12:39 Auðvelt er að fá lánaðan pening hjá smálánafyrirtækjunum. Öllu erfiðara er að greiða til baka. Vísir/Valli Neytendasamtökin hafa fengið á sitt borð mál þar sem maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Á einhvern óskiljanlegan hátt endaði maðurinn á að taka smálán. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna þar sem fram kemur að málinu hafi verið vísað áfram til lögreglu. Fórnarlambið í málinu fékk skilaboð seint um nótt þar sem gamall kunningi sagðist vera í vandræðum. Kunninginn væri í útlöndum og biði eftir millifærslu frá kærustunni en vegna einhverra tæknivandamála bærist millifærslan ekki. Hann spurði því hvort kærastan mætti millifæra 100.000 krónur á manninn sem hann gæti millifært áfram á kunningjann.Tregur til en lét segjast Neytendasamtökin hafa eftir manninum að hann hafi verið tregur til en samþykkt að lokum, gefið kunningjanum kennitölu sína og reikningsnúmer. Smálán hafi svo birst á heimabanka mannsins án skýringar í nokkrum færslum. Maðurinn millifærði strax upphæðina áfram á kunningja sinn. Það var síðan daginn eftir sem heimabanki þessa einstaklings fylltist af greiðsluseðlum frá öllum fimm smálánafyrirtækjunum sem starfa hér á landi og honum varð ljóst að þessi gamli kunningi hans hefði tekið smálán í hans nafni og platað hann til þess að millifæra andvirði þess yfir á sig. „Umrætt mál er nú lögreglumál en það er algerlega óásættanlegt að hægt sé að taka smálán í nafni annars aðila og það með einungis kennitölu og reikningsnúmer að vopni. Umræddur einstaklingur samþykkti aldrei skilmála fyrirtækisins og fyrirtækið hafði ekki fyrir því að ganga úr skugga um að réttur einstaklingur væri að taka lánið, t.d. með rafrænum skilríkjum eða annarri aðferð,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Ítrekuð smáskilaboð „Vandséð er því að hægt sé að krefjast greiðslu frá þessum aðila, sem raunverulega tók aldrei lán heldur einungis millifærði andvirði þess áfram - grunlaus um svikin sem hann hafði orðið fyrir. Neytendasamtökin ítreka kröfu sína um að böndum verði komið á þessi fyrirtæki svo fljótt sem auðið er.“ Minnt er á að markaðssetning fyrirtækjanna sé afar ágeng en þau senda gjarnan ítrekuð smáskilaboð til fólks sem einhvern tíma hefur tekið smálán. „Fólk er minnt á að það geti tekið nýtt lán og jafnvel er gengið svo langt að spyrja hvort viðkomandi langi ekki í nýja skó eða aðra flík. Margir falla fyrir slíkum gylliboðum og taka lán í kjölfar slíkra skilaboða.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Neytendasamtökin hafa fengið á sitt borð mál þar sem maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Á einhvern óskiljanlegan hátt endaði maðurinn á að taka smálán. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna þar sem fram kemur að málinu hafi verið vísað áfram til lögreglu. Fórnarlambið í málinu fékk skilaboð seint um nótt þar sem gamall kunningi sagðist vera í vandræðum. Kunninginn væri í útlöndum og biði eftir millifærslu frá kærustunni en vegna einhverra tæknivandamála bærist millifærslan ekki. Hann spurði því hvort kærastan mætti millifæra 100.000 krónur á manninn sem hann gæti millifært áfram á kunningjann.Tregur til en lét segjast Neytendasamtökin hafa eftir manninum að hann hafi verið tregur til en samþykkt að lokum, gefið kunningjanum kennitölu sína og reikningsnúmer. Smálán hafi svo birst á heimabanka mannsins án skýringar í nokkrum færslum. Maðurinn millifærði strax upphæðina áfram á kunningja sinn. Það var síðan daginn eftir sem heimabanki þessa einstaklings fylltist af greiðsluseðlum frá öllum fimm smálánafyrirtækjunum sem starfa hér á landi og honum varð ljóst að þessi gamli kunningi hans hefði tekið smálán í hans nafni og platað hann til þess að millifæra andvirði þess yfir á sig. „Umrætt mál er nú lögreglumál en það er algerlega óásættanlegt að hægt sé að taka smálán í nafni annars aðila og það með einungis kennitölu og reikningsnúmer að vopni. Umræddur einstaklingur samþykkti aldrei skilmála fyrirtækisins og fyrirtækið hafði ekki fyrir því að ganga úr skugga um að réttur einstaklingur væri að taka lánið, t.d. með rafrænum skilríkjum eða annarri aðferð,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Ítrekuð smáskilaboð „Vandséð er því að hægt sé að krefjast greiðslu frá þessum aðila, sem raunverulega tók aldrei lán heldur einungis millifærði andvirði þess áfram - grunlaus um svikin sem hann hafði orðið fyrir. Neytendasamtökin ítreka kröfu sína um að böndum verði komið á þessi fyrirtæki svo fljótt sem auðið er.“ Minnt er á að markaðssetning fyrirtækjanna sé afar ágeng en þau senda gjarnan ítrekuð smáskilaboð til fólks sem einhvern tíma hefur tekið smálán. „Fólk er minnt á að það geti tekið nýtt lán og jafnvel er gengið svo langt að spyrja hvort viðkomandi langi ekki í nýja skó eða aðra flík. Margir falla fyrir slíkum gylliboðum og taka lán í kjölfar slíkra skilaboða.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15