Fótbolti

Bíddu, verður HM-búningur Íslands doppóttur?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og mögulega nýju litir íslenska landsliðsbúningsins.
Gylfi Þór Sigurðsson og mögulega nýju litir íslenska landsliðsbúningsins. Samsett mynd: EPA og Twitter/@ErreaOfficial
Það eru bara 115 dagar þar til að Heimsmeistarakeppnin byrjar í Rússlandi en þar verður íslenska fótboltalandsliðið með í fyrsta sinn.

Íslensku landsliðsmennirnir og talandi ekki um íslenska stuðningsfólkið, bíða nú spennt eftir því hvernig búningur íslenska liðsins muni líta út á HM í sumar.

Ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea býr til búninginn eins og á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og ætlar fyrirtækið að kynna nýjan búning fyrir heiminum í næsta mánuði.

Errea ýtti aðeins undir spenninginn á Twitter-síðu sinni í dag þegar menn þar á bæ settu inn mynd af mögulegum íslenskum búningi undir orðunum eldur og ís.

„Eldurinn sem brennur og hitar hjörtu Íslands og ísinn sem bráðnar hægt og róleg og breytist í vatn. Nýja treyjan okkar mun sjá dagsljósið á næstunni. Uppgötvið hana með okkur,“ segir með myndinni og þar er notað myllymerkið #FyrirIsland.







Samkvæmt þessari mynd er ekki hægt að sjá annað en að íslenski landsliðsbúningurinn verði hreinlega doppóttur í sumar.

Það er kannski ekki alveg að marka þessa mynd enda vitum við ekki hvað við sjáum mikið af búningnum og hversu nálægt myndin er tekin.

Hér fyrir neðan má síðan hjá Twitter-færslu Errea með verðandi gamla landsliðsbúningi Íslands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×