Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 19:39 Fjöldamorðið í framhaldsskólanum á Flórída hefur vakið óhug í Bandaríkjunum. Nemendur skólans hafa vakið athygli fyrir málflutning sinn fyrir hertri byssulöggjöf í kjölfar ódæðisins. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti styðji þverpólitískt frumvarp um að bæta bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn. Nemendur sem lifðu af fjöldamorð í skóla á Flórída ætla að boða til kröfugöngu fyrir hertri byssulöggjöf í Washington í vor. Sautján létu lífið í skotárás ungs byssumanns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag. Morðinginn notaði hríðskotabyssu í árásinni. Nemendur við skólann og víðar hafa látið duglega í sér heyra og krafist aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri fjöldamorð með skotvopnum af þessu tagi í Bandaríkjunum. Lítið hefur hins vegar orðið um aðgerðir stjórnvalda þrátt fyrir mikla reiði eftir fyrri skotárásir í skólum og víðar. Sumir nemendanna hafa því boðað til fjöldagöngu í Washington-borg 24. mars, að því er CNN-fréttastöðin greinir frá. Ætlun þeirra er að setja þrýstingin á ráðamenn til að þeir geti ekki lengur vikið sér undan því að breyta reglum um skotvopn. Repúblikanar andsnúnir hertri löggjöf Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump forseti styðji frumvarp sem öldungadeildarþingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi eru með í smíðum. Því er ætlað að bæta eftirlit alríkisstjórnarinnar með því hverjir fá að kaupa skotvopn sem nú þegar er kveðið á um í lögum. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í nóvember eftir að byssumaður skaut á þriðja tug kirkjugesta til bana í Texas. John Cornyn, annar flutningsmanna frumvarpsins, segir að alríkisstofnanir hafi framfylgt lögunum um bakgrunnseftirlit slælega, að því er segir í frétt Reuters. Repúblikanaflokkur Trump hefur verið algerlega andsnúinn hertri löggjöf um skotvopnaeign sem repúblikanar telja vera stjórnarskrárvarinn rétt Bandaríkjamanna. Trump hefur sjálfur talað fyrir réttindum byssueigenda og naut stuðnings Skotvopnasamtaka Bandaríkjanna (NRA) fyrir kosningarnar árið 2016. Tilraunir demókrata til herða byssulöggjöfina eftir fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012 þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir með skotvopnum fóru út um þúfur vegna andstöðu repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent