Fjölmenn mótmæli í Aþenu vegna Makedóníu-deilunnar Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 15:45 Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Vísir/afp Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. Grikkir eru margir andsnúnir því að Makedónía fái að kalla sig því nafni þar sem þeir telja nafnið einungis vísa í samnefnt hérað í Grikklandi. Mótmælendurnir sögðust hafna nýjum tillögum Grikklandsstjórnar sem miða að því að leysa deiluna sem staðið hefur frá byrjun tíunda áratugarins þegar Makedónía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu. Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Þetta eru önnur fjölmennu mótmælin í landinu þar sem tillögum stjórnarinnar er mótmælt, en sambærileg mótmæli fóru fram í Þessalóníku þann 21. janúar síðastliðinn.Hefur haft áhrif á stöðu Makedóníu Nafnadeilan hefur haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Gríski stjórnarflokkurinn Syriza hefur lagt til að Makedónía fái að taka upp nafn þar sem orðið „Makedónía“ komi fyrir en að skýrt kæmi fram að ekki væri um héraðið í Grikklandi að ræða. Margir Grikkir telja hins vegar tillögur stjórnarinnar ganga allt of langt. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Matthew Nimetz, hefur lagt til að landið taki upp nafnið Lýðveldið Nýja-Makedónía.Flugvöllurinn endurnefndur Stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu í síðasta mánuði að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis stæði til að endurnefna hraðbrautina í landinu sem kennd er við Alexander mikla. Hraðbrautin nær að landamærum Grikklands og mun framvegis nefnast Vegur vináttunnar. Grikkir hafa margir hverjir verið óánægðir með að Makedónar hafi reynt að eigna sér persónur og tákn sem ætíð hafa verið talin hluti af arfleifð Grikkja. Evrópusambandið Norður-Makedónía NATO Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund Grikkir komu saman í miðborg Aþenu í morgun til að mótmæla því sem þeir telja eftirgjöf Grikklandsstjórnar í nafnadeilunni við stjórnvöld í Makedóníu. Grikkir eru margir andsnúnir því að Makedónía fái að kalla sig því nafni þar sem þeir telja nafnið einungis vísa í samnefnt hérað í Grikklandi. Mótmælendurnir sögðust hafna nýjum tillögum Grikklandsstjórnar sem miða að því að leysa deiluna sem staðið hefur frá byrjun tíunda áratugarins þegar Makedónía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu. Mótmælendurnir komu saman á Stjórnarskrártorginu (Syntagma) í Aþenu þar sem þeir hrópuðu slagorð um að Makedínía væri Grikkland. Þetta eru önnur fjölmennu mótmælin í landinu þar sem tillögum stjórnarinnar er mótmælt, en sambærileg mótmæli fóru fram í Þessalóníku þann 21. janúar síðastliðinn.Hefur haft áhrif á stöðu Makedóníu Nafnadeilan hefur haft mikil áhrif á stöðu Makedóníu í samfélagi þjóðanna þar sem hún hefur torveldað leið landsins til að gerast aðili að Evrópusambandinu og NATO. Gríski stjórnarflokkurinn Syriza hefur lagt til að Makedónía fái að taka upp nafn þar sem orðið „Makedónía“ komi fyrir en að skýrt kæmi fram að ekki væri um héraðið í Grikklandi að ræða. Margir Grikkir telja hins vegar tillögur stjórnarinnar ganga allt of langt. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, Matthew Nimetz, hefur lagt til að landið taki upp nafnið Lýðveldið Nýja-Makedónía.Flugvöllurinn endurnefndur Stjórnvöld í Makedóníu tilkynntu í síðasta mánuði að þau myndu gefa einum af flugvöllum landsins, þeim sem kenndur er við Alexander mikla, nýtt nafn til að liðka fyrir lausn deilunnar. Sömuleiðis stæði til að endurnefna hraðbrautina í landinu sem kennd er við Alexander mikla. Hraðbrautin nær að landamærum Grikklands og mun framvegis nefnast Vegur vináttunnar. Grikkir hafa margir hverjir verið óánægðir með að Makedónar hafi reynt að eigna sér persónur og tákn sem ætíð hafa verið talin hluti af arfleifð Grikkja.
Evrópusambandið Norður-Makedónía NATO Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent