Lesfimi Magnús Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Þrátt fyrir að Ingó Veðurguð hafi sungið lag í tilefni af þjóðarátaki í læsi árið 2015 hefur ástandið ekkert skánað. Þvert á móti virðist lestrarkunnáttunni hraka og samt fylgdi laginu myndband sem krakkarnir gátu horft á í tölvunni og fundið hjá sér hvatningu til þess að byrja að lesa. Svo voru líka gerðir samningar við sveitarfélögin og ráðnir læsisráðgjafar og sitthvað fleira en allt kom fyrir ekki. Þó svo efnt hafi verið til þjóðarátaks í læsi á fögrum forsendum var verkefnið dæmt til að mistakast. Hegðun og atferli fólksins í landinu verður tæpast breytt með hvatningarmyndbandi, ráðgjafarstarfi eða öðrum úrræðum sem koma ofan úr stjórnsýslunni og innan úr kerfinu. „Lestur er fyrir hugann það sem hreyfing er fyrir líkamann,“ sagði írski rithöfundurinn Richard Steele fyrir margt löngu og það er rétt. Foreldrar eru flestir meðvitaðir um mikilvægi hreyfingar og það hvarflar ekki að mörgum að hreyfingin geti verið alfarið á ábyrgð skólanna. Að líkamlegt ástand barnanna sé á ábyrgð kerfisins og leikfimikennaranna sem hafa börnin í innan við klukkutíma í senn tvo tíma í viku. Það þarf auðvitað miklu meira til í samfélagi þar sem störf og leikur fela í sér kyrrsetu og þess vegna hvetja foreldrar börnin sín til þess að taka þátt í íþróttastarfi og taka oft þátt í því starfi af miklum krafti. Eins er það þannig að þó svo skólarnir hafi það hlutverk að kenna börnunum að lesa, þá þýðir það ekki að ábyrgðin á öllum lestri barnanna liggi hjá þeim. Skólarnir þurfa að sinna fjölmörgum verkefnum og fjölbreyttri námsskrá og þess vegna verða foreldrarnir að axla ábyrgð og taka þátt í að rækta huga barnanna rétt eins og líkamlegt atgervi. Að sinna lesfimi ekkert síður en leikfiminni. Foreldrar gefa sér tíma til að taka þátt í íþróttastarfi barna sinna vegna þess að það skiptir máli. Það er skutlað á æfingar, horft á keppnir, farið í keppnisferðalög, unnið í fjáröflunum og þannig mætti áfram telja og allt er þetta gott og blessað. Með sama hætti þarf líka að sinna lestri sem er ekki hluti af heimanámi heldur hluti af lífsstíl fjölskyldunnar. Yndislestur er lykillinn að góðum lesskilningi. Og þess vegna þurfa foreldrar að gefa sér tíma til að lesa á hverju kvöldi fyrir börnin úr skemmtilegri bók. Þannig læra börnin að yndislestur eru yndisstundir en ekki áþján. Það er erfitt fyrir stjórnmálamann eða kennara að segja við foreldrana að ábyrgðin sé þeirra. Kannski er þess vegna farið í átaksverkefni sem eiga öllu að bjarga. En líkast til væri þó nær fyrir ríki og sveitarfélög að styrkja umhverfi lesturs t.d. með því að efla bókasöfnin, styðja við barna- og unglingabókaútgáfu og efla fræðslu fyrir foreldra um það hvað lestur innan heimilisins getur breytt miklu. Foreldrar verða að hætta að bíða eftir töfralausn kerfisins, slökkva á sjónvarpinu, leggja frá sér símana og taka sér bók í hönd. Gera lestur að hluta af eigin lífi og barnanna rétt eins og hreyfingu eða holla næringu. Árangurinn á ekki eftir að láta á sér standa.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Þrátt fyrir að Ingó Veðurguð hafi sungið lag í tilefni af þjóðarátaki í læsi árið 2015 hefur ástandið ekkert skánað. Þvert á móti virðist lestrarkunnáttunni hraka og samt fylgdi laginu myndband sem krakkarnir gátu horft á í tölvunni og fundið hjá sér hvatningu til þess að byrja að lesa. Svo voru líka gerðir samningar við sveitarfélögin og ráðnir læsisráðgjafar og sitthvað fleira en allt kom fyrir ekki. Þó svo efnt hafi verið til þjóðarátaks í læsi á fögrum forsendum var verkefnið dæmt til að mistakast. Hegðun og atferli fólksins í landinu verður tæpast breytt með hvatningarmyndbandi, ráðgjafarstarfi eða öðrum úrræðum sem koma ofan úr stjórnsýslunni og innan úr kerfinu. „Lestur er fyrir hugann það sem hreyfing er fyrir líkamann,“ sagði írski rithöfundurinn Richard Steele fyrir margt löngu og það er rétt. Foreldrar eru flestir meðvitaðir um mikilvægi hreyfingar og það hvarflar ekki að mörgum að hreyfingin geti verið alfarið á ábyrgð skólanna. Að líkamlegt ástand barnanna sé á ábyrgð kerfisins og leikfimikennaranna sem hafa börnin í innan við klukkutíma í senn tvo tíma í viku. Það þarf auðvitað miklu meira til í samfélagi þar sem störf og leikur fela í sér kyrrsetu og þess vegna hvetja foreldrar börnin sín til þess að taka þátt í íþróttastarfi og taka oft þátt í því starfi af miklum krafti. Eins er það þannig að þó svo skólarnir hafi það hlutverk að kenna börnunum að lesa, þá þýðir það ekki að ábyrgðin á öllum lestri barnanna liggi hjá þeim. Skólarnir þurfa að sinna fjölmörgum verkefnum og fjölbreyttri námsskrá og þess vegna verða foreldrarnir að axla ábyrgð og taka þátt í að rækta huga barnanna rétt eins og líkamlegt atgervi. Að sinna lesfimi ekkert síður en leikfiminni. Foreldrar gefa sér tíma til að taka þátt í íþróttastarfi barna sinna vegna þess að það skiptir máli. Það er skutlað á æfingar, horft á keppnir, farið í keppnisferðalög, unnið í fjáröflunum og þannig mætti áfram telja og allt er þetta gott og blessað. Með sama hætti þarf líka að sinna lestri sem er ekki hluti af heimanámi heldur hluti af lífsstíl fjölskyldunnar. Yndislestur er lykillinn að góðum lesskilningi. Og þess vegna þurfa foreldrar að gefa sér tíma til að lesa á hverju kvöldi fyrir börnin úr skemmtilegri bók. Þannig læra börnin að yndislestur eru yndisstundir en ekki áþján. Það er erfitt fyrir stjórnmálamann eða kennara að segja við foreldrana að ábyrgðin sé þeirra. Kannski er þess vegna farið í átaksverkefni sem eiga öllu að bjarga. En líkast til væri þó nær fyrir ríki og sveitarfélög að styrkja umhverfi lesturs t.d. með því að efla bókasöfnin, styðja við barna- og unglingabókaútgáfu og efla fræðslu fyrir foreldra um það hvað lestur innan heimilisins getur breytt miklu. Foreldrar verða að hætta að bíða eftir töfralausn kerfisins, slökkva á sjónvarpinu, leggja frá sér símana og taka sér bók í hönd. Gera lestur að hluta af eigin lífi og barnanna rétt eins og hreyfingu eða holla næringu. Árangurinn á ekki eftir að láta á sér standa.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. febrúar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun