Áherslur sósíaldemókrata setja mark sitt á nýja stjórn í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Tæplega fimm mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi lauk í dag eftir að flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Sósíaldemókratar náðu loks saman um myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir það tekur stjórnin ekki við fyrr en um páska en sósíaldemókratar telja sig hafa náð fram miklum breytingum og fá bæði utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að henni og formönnum Sósíaldemókrata og systurflokks Kristilegra demókrata hafi tekist að koma saman stjórnarsáttmála sem tryggi stöðuga stjórn til framfara fyrir þýsku þjóðina, með ábyrgum ríkisfjármálum, fjárfestingum í samgöngum og félagslegu öryggi. „Eins viljum við setja meira í öryggismál innanlands og eitt erfiðasta málið var hvernig ætti að taka á málum innflytjenda og aðlögun þeirra. Við völdum ekki auðveldu leiðina og bentum stöðugt á mikilvægi þess að vera mannúðlegur en um leið að hafa stjórn á ástandinu. Það var ekki auðvelt en við fundum góðan aðgerðapakka,“ sagði Merkel á sameiginlegum fréttamannafundi flokksleiðtoganna. Sósíaldemókratar lýstu yfir eftir kosningar að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata Angelu Merkel. En eftir að stjórnarmyndunarviðræður hennar við Frjálslynda flokkinn og Græningja runnu út í sandinn komu Sósíaldemókrata aftur að borðinu. Martin Schulz leiðtogi Sósíaldemókrata segir að það hafi einmitt verið ólíkar áherslur þeirra og flokks Merkel í innflytjendamálum, velferðarmálum og varðandi aukin réttindi launafólks sem voru hvað erfiðust í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Ég held að við höfum náð árangri og ég vona að kollegar mínir fyrirgefi mér þegar ég segi að sáttmálinn beri merki að sósíaldemókratar komu að honum. Við höfum haft mikil áhrif á þennan sáttmála og við erum þakklát fyrir vissar tilslakanir sem voru erfiðar fyrir Kristilega og systurflokk þeirra en náðust engu að síður,“ sagði Schulz. Hann er sannfærður um að 460 þúsund félagar hans í Sósíaldemókrataflokknum muni samþykkja stjórnarsáttmálann í allsherjar póstatkvæðagreiðslu á næstu vikum. Þá mun flokksþing Kristilegra demókrata einnig þurfa að blessa sáttmálann. Að þessu loknu vonast flokksleiðtogarnir til að ný stjórn geti tekið við fyrir páska. En stjórnarinnar er beðið með nokkurri óþreyju innan Evrópusambandsins og þá sérstaklega í Frakklandi því stjórnvöld þar hafa sett fram ákveðnar hugmyndir um breytingar á Evrópusambandinu. „Það sem okkur tókst að hafa með í þessum stjórnarsáttmála varðandi Evrópusambandið og framtíð þess mun hrinda af stað grundvallar stefnubreytingum í Evrópu. Með þessum stjórnarsáttmála mun Þýskaland aftur gegna virku leiðtogahlutverki í Evrópusambandinu,“ sagði Martin Schulz.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira