Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 20:08 Rob Porter ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Vísir/Getty Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira