Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 10:37 Hópurinn átti bókað flug með Flugfélagi Íslands, sem nú heitir Air Iceland Connect. Vísir/Anton Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira