Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2018 10:40 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line greinir frá því í fréttatilkynningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn en fyrirtækið kærði áform Isavia um hækkun gjalds þann 10. janúar síðastliðinn. Nú hafi Gray Line borist afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsett 6. febrúar. Isavia tilkynnti þann 1. desember síðastliðinn að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíl.Verðhækkun á farþegaflutningum „Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Samkeppniseftirlitið óskar eftir að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila,“ segir í tilkynningunni frá Gray Line.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45 Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2018 11:45
Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. 18. janúar 2018 18:45