Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Þórdís Valsdóttir skrifar 13. janúar 2018 11:45 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia muni koma niður á neytendum. Vísir/pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni. Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni.
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira