Keppir á Ólympíuleikunum rúmu ári eftir að hann hálsbrotnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 14:30 Wojtek Wolski. Vísir/Getty Wojtek Wolski hefur þegar fagnað sigri á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang þrátt fyrir að það sé ekki enn búið að flauta til leiks á leikunum. Ástæðan liggur í þeirri staðreynd að Wolski skuli hreinlega vera í þeim hópi sem gengur út á Ólympíuleikvanginn í Pyeongchang á setningarhátíðinni á morgun. Það er nefnilega ótrúlegt að Wolski sé búinn að ná fullum styrk hvað þá að hafa tekist að vinna sér sæti í Ólympíuliði Kanadamanna. Fyrir aðeins sextán mánuðum eða í október 2016 þá varð Wolski fyrir skelfilegum meiðslum. Hann hálsbrotnaði í leik og óttaðist hreinlega um að hann væri lamaður. 11. janúar síðastliðinn var endurkoman fullkomnuð þegar Sean Burke, framkvæmdastjóri Ólympíuliðs Kanadamanna í íshokkí, hringdi í hann og lét hann vita af því að hann færi með á Ólympíuleikanna. A year after breaking his neck, Wojtek Wolski overwhelmed by chance to represent Canada at Olympics. https://t.co/LKliXkUh5Apic.twitter.com/D8Yc4Inh8Q — NBC Sports (@NBCSports) February 8, 2018 Læknarnir sögðu honum fyrst frá því að hálsinn myndi jafna sig sjálfur á fjórum eða fimm mánuðum en eftir tvo mánuði kom í ljós að þetta var ekki að lagast að sjálfu sér. Hann fór því í hálsaðgerð 10. janúar 2017 sem læknar töluðu að væri eiginlega hans eina von ætlaði hann sér aftur inn á ísinn. Síðan þá hefur hann unnið markmvisst af markmiði sínu, að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Það hjálpaði Wojtek Wolski vissulega að vinna sér sæti í Ólympíuliði Kanada að engir NHL-leikmenn fá að vera með á leikunum. Surgery was successful and now I can start the road to recovery to get back on the Ice. Or back on the golf course and tennis court since it'll be perfect timing for summer. Haha Having a strong and loving support system has made this whole process so much easier. @jesselammers is one incredible woman. My family and friends have also given me so much love, thank you for being there during the good and bad times. #love #family #friends @zofiawolski @lauralammers62 . Thank you @mgivelos @matt_nichol @biosteelsports A post shared by Wojtek Wolski (@wojtekwolski) on Jan 10, 2017 at 11:32am PST „Um leið og ég hélt að ég gæti spilað á ný þá fór allt á fullt hjá mér að reyna að vinna mér sæti í liðinu,“ sagði Wojtek Wolski í viðtali við Pro Hockey Talk. „Fullt af fólki hefur komið verr út úr samskonar meiðslum en ég var heppinn. Ég hugsaði alltaf að ég væri með lukkuna með mér í liði,“ sagði Wolski..@HC_Men Olympian @WojtekWolski86 had a special message on being selected for the @pyeongchang2018 games. https://t.co/o6fhh8GPz2pic.twitter.com/iHv9IGIbEQ — Gino Reda (@GinoRedaTSN) January 11, 2018 „Þegar einhver talaði um að þetta hafi verið hræðileg meiðsli þá talaði ég strax um að sumir sem lentu í svona meiðslum hefðu aldrei gengið aftur. Þau fengu ekki tækifæri til að labba á ný og þau fengu heldur ekki tækifæri til að spila aftur,“ sagði Wolski. Það má lesa meira um endurkomu Wojtek Wolski hér. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sjá meira
Wojtek Wolski hefur þegar fagnað sigri á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang þrátt fyrir að það sé ekki enn búið að flauta til leiks á leikunum. Ástæðan liggur í þeirri staðreynd að Wolski skuli hreinlega vera í þeim hópi sem gengur út á Ólympíuleikvanginn í Pyeongchang á setningarhátíðinni á morgun. Það er nefnilega ótrúlegt að Wolski sé búinn að ná fullum styrk hvað þá að hafa tekist að vinna sér sæti í Ólympíuliði Kanadamanna. Fyrir aðeins sextán mánuðum eða í október 2016 þá varð Wolski fyrir skelfilegum meiðslum. Hann hálsbrotnaði í leik og óttaðist hreinlega um að hann væri lamaður. 11. janúar síðastliðinn var endurkoman fullkomnuð þegar Sean Burke, framkvæmdastjóri Ólympíuliðs Kanadamanna í íshokkí, hringdi í hann og lét hann vita af því að hann færi með á Ólympíuleikanna. A year after breaking his neck, Wojtek Wolski overwhelmed by chance to represent Canada at Olympics. https://t.co/LKliXkUh5Apic.twitter.com/D8Yc4Inh8Q — NBC Sports (@NBCSports) February 8, 2018 Læknarnir sögðu honum fyrst frá því að hálsinn myndi jafna sig sjálfur á fjórum eða fimm mánuðum en eftir tvo mánuði kom í ljós að þetta var ekki að lagast að sjálfu sér. Hann fór því í hálsaðgerð 10. janúar 2017 sem læknar töluðu að væri eiginlega hans eina von ætlaði hann sér aftur inn á ísinn. Síðan þá hefur hann unnið markmvisst af markmiði sínu, að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Það hjálpaði Wojtek Wolski vissulega að vinna sér sæti í Ólympíuliði Kanada að engir NHL-leikmenn fá að vera með á leikunum. Surgery was successful and now I can start the road to recovery to get back on the Ice. Or back on the golf course and tennis court since it'll be perfect timing for summer. Haha Having a strong and loving support system has made this whole process so much easier. @jesselammers is one incredible woman. My family and friends have also given me so much love, thank you for being there during the good and bad times. #love #family #friends @zofiawolski @lauralammers62 . Thank you @mgivelos @matt_nichol @biosteelsports A post shared by Wojtek Wolski (@wojtekwolski) on Jan 10, 2017 at 11:32am PST „Um leið og ég hélt að ég gæti spilað á ný þá fór allt á fullt hjá mér að reyna að vinna mér sæti í liðinu,“ sagði Wojtek Wolski í viðtali við Pro Hockey Talk. „Fullt af fólki hefur komið verr út úr samskonar meiðslum en ég var heppinn. Ég hugsaði alltaf að ég væri með lukkuna með mér í liði,“ sagði Wolski..@HC_Men Olympian @WojtekWolski86 had a special message on being selected for the @pyeongchang2018 games. https://t.co/o6fhh8GPz2pic.twitter.com/iHv9IGIbEQ — Gino Reda (@GinoRedaTSN) January 11, 2018 „Þegar einhver talaði um að þetta hafi verið hræðileg meiðsli þá talaði ég strax um að sumir sem lentu í svona meiðslum hefðu aldrei gengið aftur. Þau fengu ekki tækifæri til að labba á ný og þau fengu heldur ekki tækifæri til að spila aftur,“ sagði Wolski. Það má lesa meira um endurkomu Wojtek Wolski hér.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sjá meira