Trump óskar starfsmanni og meintum ofbeldismanni alls hins besta Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2018 19:19 Rob Porter og John Kelly. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira