Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2018 12:45 Herra X lýsti smyglferlinu ítarlega í síðasta þætti af Burðardýrum. Karlmaður sem hefur farið í um sextíu ferðir sem Burðardýr lýsti ferlinu ítarlega í síðasta þætti af Burðardýrum. Hann hefur aldrei verið handtekinn fyrir smygl. Maðurinn kom ekki fram undir nafnið og er hann hér eftir kallaður Herra X. Fram kom í þættinum að Herra X hefur oft á tíðum komið sér í vandræði í tengslum við neyslu sína og smygl. Aðallega hefur hann þá orðið fyrir aðkasti og ofbeldi manna í undirheimunum erlendis. Eitt sinn var Herra X sendur út með mörg hundruð þúsund krónur sem hann eyddi um leið í neyslu og gott djamm, eins og hann orðar það sjálfur. „Síðan kemur að deginum sem ég átti að hitta gaurana og kaupa efnið af þeim. Þegar búið er að leggja inn pöntun fyrir fíkniefnum, þá er ekkert hægt að snúa við. Ég hélt að þetta myndi bara reddast,“ segir Herra X en móttökurnar voru ekki góðar þegar hann mætti á svæðið tómhentur. „Þeir komu bara heim til mín, í þá íbúð sem ég var með og voru með dópið. Þeir öskruðu bara á mig „where is the money“ og ég reyni bara að segja þeim að við séum hættir við að kaupa efnið,“ sagði maðurinn í þættinum. Stuttu seinna var Herra X kominn með byssu upp við hnakkann og mennirnir hótuðu að drepa hann. Mamma skellti á „Ég fæ byssu beint upp við hnakkann á mér og hringi bara strax í mömmu, sem ég hafði ekki talað við í þrjú ár. Henni fannst svo gott að heyra í mér og trúði bara ekki að ég væri að hringja í hana loksins. Það versta við þetta var að ég var bara að hringja í hana því ég skuldaði pening og það var bara verið að fara drepa mig. Eins erfitt að það var að tala við hana, þá segi ég bara við hana að ég skuldi pening. Ég segi við mömmu að ég sé með byssu fyrir aftan mig og það ætti að drepa mig,“ segir maðurinn sem skalf allur er hann talaði við móður sína í símann. „Ég var næstum því grátandi en mamma svaraði mér bara: „nei, ég tek ekki þátt í svona bulli og skellti á. Ég vissi innst inni að þetta var eini sénsinn minn að komast í burtu frá þessu lifandi. Mamma hafði oft borgað skuldir fyrir mig áður. Ég ákvað að gefast ekki upp og fór í tölvu, fann alla ættingja mína á já.is. og byrjaði að hringja og hringja og biðja um peninga. Ég var nánast búinn að hringja allan ættlegg minn,“ segir Herra x sem ákvað síðan að hringja í móður eins vinar síns. „Ég hringi í hana og hún heyrir strax á mér að það sé ekki allt í lagi hjá mér. Ég segi bara við hana að ég skuldi og það séu menn að fara drepa mig. Ég sagði henni bara sannleikann, að ég hafi klúðrað smyglferð og mig vanti pening núna, annars sé ég dauður. Hún ákvað bara að leggja inn á mig.“ Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. Í hverjum þætti segja einstaklingar sína sögu úr undirheimunum. Skipuleggjendur eiturlyfjasmygls nýta sér neyð fórnarlamba, nota hótanir og ofbeldi til að fá vilja sínum framgengt. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum frá því á sunnudagskvöldið. Lögreglumál Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Segir sögur íslenskra burðardýra: Erfitt að reyna að setja sig í þessi spor Daníel Bjarnason leikstýrir þáttunum Burðardýr sem fjalla um fólk sem hefur flækst inn í heim alþjóðlegs fíkniefnasmygls. 8. janúar 2018 10:30 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Karlmaður sem hefur farið í um sextíu ferðir sem Burðardýr lýsti ferlinu ítarlega í síðasta þætti af Burðardýrum. Hann hefur aldrei verið handtekinn fyrir smygl. Maðurinn kom ekki fram undir nafnið og er hann hér eftir kallaður Herra X. Fram kom í þættinum að Herra X hefur oft á tíðum komið sér í vandræði í tengslum við neyslu sína og smygl. Aðallega hefur hann þá orðið fyrir aðkasti og ofbeldi manna í undirheimunum erlendis. Eitt sinn var Herra X sendur út með mörg hundruð þúsund krónur sem hann eyddi um leið í neyslu og gott djamm, eins og hann orðar það sjálfur. „Síðan kemur að deginum sem ég átti að hitta gaurana og kaupa efnið af þeim. Þegar búið er að leggja inn pöntun fyrir fíkniefnum, þá er ekkert hægt að snúa við. Ég hélt að þetta myndi bara reddast,“ segir Herra X en móttökurnar voru ekki góðar þegar hann mætti á svæðið tómhentur. „Þeir komu bara heim til mín, í þá íbúð sem ég var með og voru með dópið. Þeir öskruðu bara á mig „where is the money“ og ég reyni bara að segja þeim að við séum hættir við að kaupa efnið,“ sagði maðurinn í þættinum. Stuttu seinna var Herra X kominn með byssu upp við hnakkann og mennirnir hótuðu að drepa hann. Mamma skellti á „Ég fæ byssu beint upp við hnakkann á mér og hringi bara strax í mömmu, sem ég hafði ekki talað við í þrjú ár. Henni fannst svo gott að heyra í mér og trúði bara ekki að ég væri að hringja í hana loksins. Það versta við þetta var að ég var bara að hringja í hana því ég skuldaði pening og það var bara verið að fara drepa mig. Eins erfitt að það var að tala við hana, þá segi ég bara við hana að ég skuldi pening. Ég segi við mömmu að ég sé með byssu fyrir aftan mig og það ætti að drepa mig,“ segir maðurinn sem skalf allur er hann talaði við móður sína í símann. „Ég var næstum því grátandi en mamma svaraði mér bara: „nei, ég tek ekki þátt í svona bulli og skellti á. Ég vissi innst inni að þetta var eini sénsinn minn að komast í burtu frá þessu lifandi. Mamma hafði oft borgað skuldir fyrir mig áður. Ég ákvað að gefast ekki upp og fór í tölvu, fann alla ættingja mína á já.is. og byrjaði að hringja og hringja og biðja um peninga. Ég var nánast búinn að hringja allan ættlegg minn,“ segir Herra x sem ákvað síðan að hringja í móður eins vinar síns. „Ég hringi í hana og hún heyrir strax á mér að það sé ekki allt í lagi hjá mér. Ég segi bara við hana að ég skuldi og það séu menn að fara drepa mig. Ég sagði henni bara sannleikann, að ég hafi klúðrað smyglferð og mig vanti pening núna, annars sé ég dauður. Hún ákvað bara að leggja inn á mig.“ Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. Í hverjum þætti segja einstaklingar sína sögu úr undirheimunum. Skipuleggjendur eiturlyfjasmygls nýta sér neyð fórnarlamba, nota hótanir og ofbeldi til að fá vilja sínum framgengt. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum frá því á sunnudagskvöldið.
Lögreglumál Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Segir sögur íslenskra burðardýra: Erfitt að reyna að setja sig í þessi spor Daníel Bjarnason leikstýrir þáttunum Burðardýr sem fjalla um fólk sem hefur flækst inn í heim alþjóðlegs fíkniefnasmygls. 8. janúar 2018 10:30 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30
Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45
Segir sögur íslenskra burðardýra: Erfitt að reyna að setja sig í þessi spor Daníel Bjarnason leikstýrir þáttunum Burðardýr sem fjalla um fólk sem hefur flækst inn í heim alþjóðlegs fíkniefnasmygls. 8. janúar 2018 10:30