„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2018 06:29 Donald Trump var hinn sælasti í ræðustól þingsins í gærkvöldi. Vísir/Getty Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu. Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. Gott efnahagsástand vestanhafs var jafnframt fyrirferðamikið í ræðunni, eins og við var búist, en lítið drepið á þeirri gagnrýni sem forsetinn hefur mátt sæta á hinni árslöngu embættistíð sinni. Þrátt fyrir að njóta aðeins stuðnings um þriðjungs Bandaríkjamanna talaði Trump um hina „nýju bandarísku hreyfingu“ sem hann færi fyrir, sem ætla má að innihaldi stuðningsmenn hans. Hann ítrekaði þó að hann væri forseti allra Bandaríkjamanna og kallaði eftir því að þeir yrðu sem „eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda.“ Mörgum þótti þetta stef minna óþægilega á hið nasíska „ein Volk, ein Reich, ein Führer,“ en ólíklegt verður þó að teljast að um slíka vísun sé að ræða. Ræðu forsetans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta stefnuræða hins litríka Trumps. Talið er að um 40 milljónir sjónvarpsáhorfenda hafi hlýtt á ræðuna - sem var í umtalsvert öðrum stíl en innsetningarræða forsetans í janúar í fyrra. Þótti mörgum hún einkennast af mikilli bölsýni enda varði forsetinn drjúgum hluta hennar í upptalningu á því hversu illa væri komið fram við bandarískt viðskiptalíf.Melania Trump mætti ekki með eiginmanni sínum til þinghússins.Vísir/EPAÞað væri hins vegar í miklum blóma núna, ári eftir að hann tók við embætti, og það er að sjálfsögðu styrkri stjórn hans að þakka - að eigin sögn. 2,4 milljón ný störf hafi orðið til í Bandaríkjunum í fyrra, atvinnuleysi sjaldan verið jafn lágt og verðbréfamiðlarar sjaldan verið kátari. Uppgangurinn hvíldi þó ekki síður á styrk bandarísku þjóðarinnar. „Staða landsins er sterk því íbúar þess eru sterkir,“ sagði Trump og uppskar mikið lófatak fyrir vikið. Forsetinn sagðist í ræðu sinni vera boðinn og búinn við að vinna þvert á flokka til að tryggja skilvirkari stjórnmál vestanhafs. Óhætt er að segja að fyrsta ár hans í embætti hafi einkennst af hatrömmum deilum á hinu pólitíska sviði - og þá ekki síst innan eigin flokks. „Í kvöld rétti ég fram sáttahönd til beggja flokka, demókrata og repúblikana, svo að standa megi vörð um þegna okkar, sama hver bakgrunnur þeirra, litarhaft eða trúarsannfæring er,“ sagði Trump. Ræðu hans má sjá hér að neðan en hún hefst eftir um 14 mínútur af myndbandinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump 30. janúar 2018 23:30