Óauglýst orðið eitt það vinsælasta í World Class: „Vil bara hafa fólk sem er tilbúið að leggja sig fram“ Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 11:30 Birkir Vagn Ómarsson, hefur skotist upp á stjörnuhiminn líkamsræktarþjálfara. Getur komið hverjum sem er í dúndurform. Vísir/Ernir Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður. Heilsa Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira
Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður.
Heilsa Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Sjá meira